,,Það er okkar leikmanna og þjálfara að breyta þessu saman"
„Það er bara mjög gaman að vera mættur aftur heim í Fjölni, erum með mjög ungt lið eins og er og ég er með eldri mönnum liðsins sem er bara skemmtilegt. Mín skoðun er samt sú að við verðum að styrkja okkur enn frekar og býst við því að við gerum það."
Þetta segir Viktor Andri Hafþórsson sem gekk í raðir Fjölnis á dögunum.
Hann kemur til félagsins frá Þrótti þar sem hann var í tvö tímabil og þar á undan var hann hjá Keflavík. Viktor Andri er uppalinn hjá Fjölni og er mættur aftur heim í Fjölni sem féll úr Lengjudeildinni í haust.
Þetta segir Viktor Andri Hafþórsson sem gekk í raðir Fjölnis á dögunum.
Hann kemur til félagsins frá Þrótti þar sem hann var í tvö tímabil og þar á undan var hann hjá Keflavík. Viktor Andri er uppalinn hjá Fjölni og er mættur aftur heim í Fjölni sem féll úr Lengjudeildinni í haust.
„Ég var í raun bara að leitast eftir því að spila sem flestar mínútur og Fjölnir höfðu mikinn áhuga á að fá mig. Það sem heillaði mest var bara að fara aftur í uppeldisklúbbinn. Ég veit alveg nákvæmlega við hverju má búast og þekki allt og alla þarna."
„Ég hugsaði þetta vel og vandlega og það truflar mig lítið að liðið spili á næsta ári í 2. deild. Nú snýst þetta bara um að vinna sem flesta leiki og spila sem flestar mínútur og finna fyrir leikgleðinni aftur."
„Grafarvogur er risastórt hverfi og á að mínu mati ekki heima í 2. deild, en staðan er hins vegar sú að hlutirnir hafa ekki verið gerðir nægilega vel og það er okkar leikmanna og þjálfara að breyta þessu saman."
Fékk tilboð um að vera áfram
Var möguleiki að vera áfram hjá Þrótti?
„Já, ég gat klárlega verið áfram í Þrótti, þeir vildu halda mér og buðu mér framlengingu á samningi. Ég myndi mæla með fyrir alla leikmenn að skoða það að fara í Þrótt. Það er allt til alls þarna og Venni og Hansi eru frábærir þjálfarar."
„Tíminn hjá Þrótti var mjög skemmtilegur. Leikmannahópurinn á síðasta tímabili var mjög góður og það eru nokkrir strákar þarna sem geta hæglega spilað á hærra stigi. Þetta var allt saman mjög vaxandi eftir að ég kom til Þróttar og mér fannst liðið bæta sig mjög hratt."
„Við spiluðum úrslitaleik við Þór um sæti í Bestu deildinni og svo tvo stórskemmtilega leiki við HK í umspilinu. Því miður tókst ekki að fara upp um deild en ég var gríðarlega stoltur af liðinu, þjálfurunum og stjórn félagsins eftir tímabilið. Ég hins vegar taldi mig þurfa að breyta um umhverfi til þess að fá að spila meira þrátt fyrir að það hafi verið býsna erfitt að kveðja strákana."
Væri gaman að komast á Laugardalsvöll
Hvert er markmiðið með Fjölni?
„Markmiðið mitt hjá Fjölni er að fara í alla leiki til þess að vinna þá. Án þess að hafa hugmynd um markmið liðsins þá ætla ég mér að vinna þessa deild og svo væri gaman að vinna Fótbolti.net bikarinn þar sem ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli."
Hver er besta stað Viktors á vellinum?
„Ég get spilað nokkrar stöður á vellinum en mín langbesta staða er í níunni sem pjúra framherji," segir Viktor Andri.
Athugasemdir



