Ágúst Orri Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, er eftirsóttur af félögum erlendis. Breiðablik hefur fengið tilboð frá pólsku félagi í sóknarmanninn.
„Félögin eru í viðræðum sín á milli og við erum að ræða við félagið," segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ágústs Orra, við Fótbolta.net. Ólafur staðfestir að það sé mikill áhugi frá Póllandi og einnig frá Norðurlöndunum.
Ólafur vildi ekki staðfesta um hvaða félag væri að ræða. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er umrætt félag Rakow en Hrafnkell Freyr Ágústsson, stuðningsmaður Breiðabliks, hafði sagt frá nafni félagsins í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum.
Þetta er ekki fyrsta tilboðið frá Póllandi í Ágúst Orra því Breiðablik hafnaði góðu tilboði þaðan í haust.
„Félögin eru í viðræðum sín á milli og við erum að ræða við félagið," segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ágústs Orra, við Fótbolta.net. Ólafur staðfestir að það sé mikill áhugi frá Póllandi og einnig frá Norðurlöndunum.
Ólafur vildi ekki staðfesta um hvaða félag væri að ræða. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er umrætt félag Rakow en Hrafnkell Freyr Ágústsson, stuðningsmaður Breiðabliks, hafði sagt frá nafni félagsins í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum.
Þetta er ekki fyrsta tilboðið frá Póllandi í Ágúst Orra því Breiðablik hafnaði góðu tilboði þaðan í haust.
Hann er tvítugur, U21 landsliðsmaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki en hefur einnig verið á mála hjá Genoa og Malmö á sínum ferli.
Hann vakti mikla athygli á sér fyrir öfluga frammistöðu í Sambandsdeildinni með Blikum og átti sérstaklega góðan leik gegn tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli.
Gísli Gottskálk Þórðarson var orðaður við Rakow fyrir um ári síðan en hann samdi í kjölfarið við Lech Poznan. Rakow bauð í Róbert Frosta Þorkelsson fyrir rúmu ári síðan, en hann fór til GAIS í Svíþjóð.
Rakow er sem stendur í fjórða sæti pólsku deildarinnar og endaði í öðru sæti á síðasta tímabili. Liðið endaði í 2. sæti Sambandsdeildarinnar í vetur og er því komið í 16-liða úrslit keppninnar.
Athugasemdir



