Breiðablik hafnaði á dögunum góðu tilboði í Ágúst Orra Þorsteinsson. Það var eitt af toppfélögum Póllands sem bauð samkvæmt heimildum Fótbolta.net tæplega 60 milljónir króna í Ágúst.
Ágúst Orri er tvítugur sóknarmaður sem spilar oftast á kantinum hjá Breiðabliki. Hann er uppalinn Bliki og hefur þegar tvisvar verið seldur erlendis frá félaginu, fyrst til Malmö í Svíþjóð og svo til Genoa á Ítalíu.
Ágúst Orri er tvítugur sóknarmaður sem spilar oftast á kantinum hjá Breiðabliki. Hann er uppalinn Bliki og hefur þegar tvisvar verið seldur erlendis frá félaginu, fyrst til Malmö í Svíþjóð og svo til Genoa á Ítalíu.
„Ég get staðfest að það kom tilboð í Gústa," segir Alfreð Finnbogason starfsmaður fótboltadeildar Breiðabliks. Hann vildi ekki ræða smáatriði í tengslum við tilboðið. Glugginn í Póllandi lokaði ekki fyrr en í gær.
„Við metum það þannig að það var eiginlega ómögulegt að selja þar sem glugginn á Íslandi er lokaður. Við erum að fara í Sambandsdeildina og erum í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Við vorum sammála um að þetta væri ekki tímapunktur til þess að selja okkar bestu leikmenn."
„Ég og Ágúst áttum samtöl, það er mjög eðlilegt að leikmenn vilji skoða það þegar tilboð koma og finnst það spennandi. En á sama tíma þegar menn eru á samningi þá hefur félagið ákveðinn rétt til að segja nei. Í þessu tilviki var það þannig að tímapunkturinn var þannig að við gátum ekki farið í frekari viðræður á þessum tímapunkti.
„Þetta sýnir hvað Gústi er búinn að gera mikið hjá okkur á mjög stuttum tíma, hans vegferð er geggjuð og við trúum því að hann muni halda áfram og ef frá sem horfir þá munu verða aðrir möguleikar fyrir hann í framtíðinni," segir Alfreð.
Ágúst Orri er U21 landsliðsmaður sem er samningsbundinn Breiðabliki út 2028. Breiðablik tryggði sér í síðasta mánuði sæti í Sambandsdeildinni og framundan eru sex leikir þar fram að áramótum og sjö leikir í Bestu deildinni. Á þessu tímabili hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp þrjú í öllum keppnum.
Athugasemdir