Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 07. febrúar 2021 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea einu stigi frá Liverpool
Chelsea landaði sigrinum gegn Sheffield United.
Chelsea landaði sigrinum gegn Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 1 - 2 Chelsea
0-1 Mason Mount ('43 )
1-1 Antonio Rudiger ('55 , own goal)
1-2 Jorginho ('58 , penalty goal)

Chelsea er búið að sækja tíu stig úr fjórum leikjum undir stjórn Þjóðverjans Thomas Tuchel. Chelsea hafði í kvöld betur gegn botnliði Sheffield United.

Dómarinn flautaði vítaspyrnu fyrir Sheffield United snemma leiks en það var svo tekið til baka eftir VAR-skoðun. Það var rangstaða í aðdragandanum og því ekkert víti.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mjög skemmtilegur en það dró til tíðinda á 43. mínútu. Mason Mount skoraði þá eftir undirbúning Þjóðverjans Timo Werner.

Sheffield United var í baráttuhug í kvöld og þeir náðu að jafna metin á 55. mínútu. Heimamenn höfðu þó ekki mikið með markið að gera því Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, potaði boltanum í eigið net. Hann ætlaði líklega að senda boltann til baka á Edouard Mendy í markinu, en Mendy kom út á móti og boltinn endaði í markinu. Mjög skrautlegt mark.

Chelsea fékk vítaspyrnu stuttu síðar. Werner og Aaron Ramsdale, markvörður Sheffield, lentu saman og vítaspyrna var dæmd eftir VAR-skoðun. Jorginho fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Werner hefur ekki náð að skora mikið af mörkum fyrir Chelsea en í kvöld átti hann stóran þátt í báðum mörkum Chelsea.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna en þeir reyndu ekki mikið á Mendy. Billy Sharp reyndi bakfallsspyrnu undir lokin en það var skylduvarsla fyrir Mendy.

Lokatölur 2-1 fyrir Chelsea sem er komið upp í fimmta sæti með 39 stig, einu stigi á eftir Liverpool í fjórða sæti. Sheffield United er áfram á botninum, tólf stigum frá öruggu sæti. Chelsea þurfti að hafa fyrir þessu en tókst að landa sigrinum.

Önnur úrslit í dag:
England: Kane skoraði í sigri Tottenham
England: Markalaust í öðrum leik dagsins
England: Alisson færði Man City sigurinn á silfurfati
Athugasemdir
banner
banner