Það er kominn hálfleikur í leik Man Utd og Leicester í enska bikarnum á Old Trafford. Gestirnir náðu forsystunni undir lokin.
Manuel Ugarte tapaði baráttunni gegn Boubakary Soumare á vallarhelmingi Man Utd. Bilal El Khannouss komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir á Wilfred Ndidi sem átti skot á markið.
Andre Onana sá við honum en boltinn fór í höfuðið á Bobby De Cordova-Reid og í netið.
Frammistaða Man Utd var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum en liðið náði aðeins tveimur skotum að marki án þess þó að reyna á Mads Hermansen í marki Leicester.
„Þetta er átakanlegt, mjög slakt. Ekkert skot á mark, þeir áttu tvö skot á markið gegn Crystal Palace, þeir eru leiðinlegir," sagði Roy Keane, fyrrum leikmaður Man Utd og sérfræðingur hjá Sky Sports.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir