Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik lagði Keflavík - Valur skoraði sex
Arnfríður Auður skoraði tvennu
Arnfríður Auður skoraði tvennu
Mynd: Valur
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar kvenna í kvöld.

Keppni hófst í riðli eitt þar sem Valur fékk Fram í heimsókn á Hlíðarenda.

Valur vann leikinn örugglega en staðan var orðin 3-0 í hálfleik.

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir bætti fjórða markinu við snemma í seinni hálfleik áður en Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði tvennu í sínum fyrsta leik fyrir liðið á lokamínútum leiksins og innsiglaði 6-0 stórsigur liðsins.

Breiðablik lék annan leik sinn í riðli tvö en liðið lagði FH 4-2 í fyrsta leik. Liðið mætti Keflavík í kvöld og vann 2-0 þar sem Karítas Tómasdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir skoruðu mörkin.

Riðill 1

Valur 6-0 Fram
1-0 Natasha Moraa Anasi (30' )
2-0 Jasmín Erla Ingadóttir (40' )
3-0 Fanndís Friðriksdóttir (42' )
4-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (53' )
5-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir (88' )
5-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('90 )

Riðill 2

Keflavík 0 - 2 Breiðablik
0-1 Karitas Tómasdóttir ('12 )
0-2 Andrea Rut Bjarnadóttir ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner