Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 07. apríl 2024 13:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fær Dóri valkvíða þegar hann velur í framlínuna?
Þjálfarinn Halldór Árnason.
Þjálfarinn Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Þetta snýst bara um að þeir, af sögunni að dæma, nái að haldast heilir og nái að tengja saman marga leiki. Þá eru engin takmörk fyrir því hvað þeir geta gert'
'Þetta snýst bara um að þeir, af sögunni að dæma, nái að haldast heilir og nái að tengja saman marga leiki. Þá eru engin takmörk fyrir því hvað þeir geta gert'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markakóngur norsku B-deildarinnar í fyrra.
Markakóngur norsku B-deildarinnar í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Breiðablik er með marga kosti þegar kemur að fremstu víglínu. Kristófer Ingi Kristinsson, Benjamin Stokke og Eyþór Aron Wöhler eru allt leikmenn sem gera tilkall í stöðu fremsta manns og á föstudag bættist Ísak Snær Þorvaldsson við flóruna þegar hann kom á láni frá Rosenborg.

Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson hafa einnig leyst stöðu fremsta manns.

Á köntunum er þjálfarinn Halldór Árnason svo með þá Aron Bjarnason, Jason Daða, Kristófer Inga, Dag Örn Fjeldsted og Ísak ef hann setur Ísak í sama hlutverk og hann lék oftast sumarið 2022 - úti vinstra megin. Svo geta Patrik Johannesen og Viktor Karl Einarsson hæglega spilað í fremstu línu ef svo ber undir. Það er því þokkalegur hausverkur fyrir þjálfarateymi Breiðabliks hverja eigi að velja í fremstu stöðurnar.

Fótbolti.net ræddi við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, í liðinni viku og spurði hann út í sóknarlínuna. Þegar viðtalið var tekið var ekki búið að tilkynna komu Ísaks til félagsins.

„Þetta snýst bara um að þeir, af sögunni að dæma, nái að haldast heilir og nái að tengja saman marga leiki. Þá eru engin takmörk fyrir því hvað þeir geta gert," sagði Höskuldur almennt um sóknarmennina.

Stokke kemur frá Kristiansund í Noregi þar sem hann raðaði inn mörkum í norsku B-deildinni í fyrra.

Fáir eru með hann í umræðunni sem mögulegan markakóng í sumar en hann varð markahæstur í OBOS-deildinni í fyrra með sextán mörk.

„Það er hörkudeild. Hann þarf aðeins meiri tíma, er ekki búinn að vera hjá okkur það lengi, þannig við þurfum alveg að vera þolinmóðir gagnvart honum og fara rétt með það að koma honum í leikform og annað slíkt. En hann er klárlega með markanef, maður sér það strax," sagði Höskuldur.

Viðtalið við fyrirliðann má nálgast í spilaranum hér að neðan.

Breiðablik mætir FH í fyrstu umferð á morgun.

Fótbolti.net spáir því að þeir Aron Bjarnason, Kristófer Ingi og Jason Daði verði í þremur fremstu stöðunum.
Höskuldur: Þvílíkur hvalreki fyrir okkur
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Athugasemdir
banner
banner
banner