Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   fös 05. apríl 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Þvílíkur hvalreki fyrir okkur
'Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur'
'Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag
Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikil tilhlökkun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net fyrr í þessari viku. Breiðablik hefur leik í Bestu deildinni á mánudag þegar FH kemur í heimsókn á Kópavogsvöll.

Breiðablik fór aðra leið á undirbúningstímabilinu í vetur, mótið þeirra í fyrra kláraðist seint og hófust æfingar seint í janúar. Á síðasta tímabili endaði Breiðablik í 4. sæti í deildinni eftir að hafa unnið deildina tímabilið á undan.

„Við vitum alveg að okkar geta er þannig að við eigum auðvitað að vera keppast í þessu fram á lokadag og berjast um þann stóra. Tímabilið í fyrra var svolítið frábrugðið því sem maður er vanur sökum góðs árangurs í Evrópu. Það skilaði sér í dýrmætri reynslu sem við getum nýtt okkur. Við ætlum, fyrst og fremst fyrir okkur sjálfa, að sýna hvað í okkur býr."

Var mikilvægt að vinna Lengjubikarinn?

„Oft þegar það gengur illa á undirbúningstímabili þá er gert lítið úr því, svo öfugt þegar það gengur vel. Almennt viltu taka það skrið sem þú ert á með þér inn í mótið, mér finnst liðið vera á góðum stað, góð stemning og leikurinn á móti ÍA sýndi að við erum helvíti beittir."

Þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki
Fjórir leikmenn úr liði Breiðabliks á síðasta tímabili sömdu í vetur við félög erlendis. Tveir þeirra, Gísli Eyjólfsson og Anton Logi Lúðvíksson, sömdu við lið í efstu deildum Skandinavíu. Var Höskuldur að íhuga þann möguleika líka?

„Ég hef alltaf sagt undanfarin tímabil að ég tel mig alveg geta, og að einhverju leyti eiga, að spila á hærra 'niveau-i' úti og hef verið opinn fyrir því. Sömuleiðis hef ég alltaf sagt það að það yrði að vera eitthvað sem væri rökrétt. Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag. Hjá Breiðabliki hefur maður spilað þónokkra landsleiki og tekið þátt í riðlakeppni í Evrópu. Ráin hefur verið hækkuð."

Hvernig er að fá Aron Bjarnason í hópinn?

„Það er þvílíkur hvalreki, sem maður alveg vissi. Hann er klárlega einn besti sóknarmaðurinn í þessari deild. Þess fyrir utan vissi maður að við værum að fá frábæran gæja í klefann. Hann er líka með gott fordæmi þegar kemur að vinnuframlagi, það verða dominoáhrif af því til annarra leikmanna - hann ýtir við manni. Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur," sagði Höskuldur.

Hann ræðir í viðtalinu sóknarmenn Breiðabliks og er sérstaklega spurður út í Benjamin Stokke.
Athugasemdir
banner
banner