Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fös 05. apríl 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Þvílíkur hvalreki fyrir okkur
'Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur'
'Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag
Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikil tilhlökkun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net fyrr í þessari viku. Breiðablik hefur leik í Bestu deildinni á mánudag þegar FH kemur í heimsókn á Kópavogsvöll.

Breiðablik fór aðra leið á undirbúningstímabilinu í vetur, mótið þeirra í fyrra kláraðist seint og hófust æfingar seint í janúar. Á síðasta tímabili endaði Breiðablik í 4. sæti í deildinni eftir að hafa unnið deildina tímabilið á undan.

„Við vitum alveg að okkar geta er þannig að við eigum auðvitað að vera keppast í þessu fram á lokadag og berjast um þann stóra. Tímabilið í fyrra var svolítið frábrugðið því sem maður er vanur sökum góðs árangurs í Evrópu. Það skilaði sér í dýrmætri reynslu sem við getum nýtt okkur. Við ætlum, fyrst og fremst fyrir okkur sjálfa, að sýna hvað í okkur býr."

Var mikilvægt að vinna Lengjubikarinn?

„Oft þegar það gengur illa á undirbúningstímabili þá er gert lítið úr því, svo öfugt þegar það gengur vel. Almennt viltu taka það skrið sem þú ert á með þér inn í mótið, mér finnst liðið vera á góðum stað, góð stemning og leikurinn á móti ÍA sýndi að við erum helvíti beittir."

Þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki
Fjórir leikmenn úr liði Breiðabliks á síðasta tímabili sömdu í vetur við félög erlendis. Tveir þeirra, Gísli Eyjólfsson og Anton Logi Lúðvíksson, sömdu við lið í efstu deildum Skandinavíu. Var Höskuldur að íhuga þann möguleika líka?

„Ég hef alltaf sagt undanfarin tímabil að ég tel mig alveg geta, og að einhverju leyti eiga, að spila á hærra 'niveau-i' úti og hef verið opinn fyrir því. Sömuleiðis hef ég alltaf sagt það að það yrði að vera eitthvað sem væri rökrétt. Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag. Hjá Breiðabliki hefur maður spilað þónokkra landsleiki og tekið þátt í riðlakeppni í Evrópu. Ráin hefur verið hækkuð."

Hvernig er að fá Aron Bjarnason í hópinn?

„Það er þvílíkur hvalreki, sem maður alveg vissi. Hann er klárlega einn besti sóknarmaðurinn í þessari deild. Þess fyrir utan vissi maður að við værum að fá frábæran gæja í klefann. Hann er líka með gott fordæmi þegar kemur að vinnuframlagi, það verða dominoáhrif af því til annarra leikmanna - hann ýtir við manni. Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur," sagði Höskuldur.

Hann ræðir í viðtalinu sóknarmenn Breiðabliks og er sérstaklega spurður út í Benjamin Stokke.
Athugasemdir
banner