Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   fös 05. apríl 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Þvílíkur hvalreki fyrir okkur
'Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur'
'Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag
Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mikil tilhlökkun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net fyrr í þessari viku. Breiðablik hefur leik í Bestu deildinni á mánudag þegar FH kemur í heimsókn á Kópavogsvöll.

Breiðablik fór aðra leið á undirbúningstímabilinu í vetur, mótið þeirra í fyrra kláraðist seint og hófust æfingar seint í janúar. Á síðasta tímabili endaði Breiðablik í 4. sæti í deildinni eftir að hafa unnið deildina tímabilið á undan.

„Við vitum alveg að okkar geta er þannig að við eigum auðvitað að vera keppast í þessu fram á lokadag og berjast um þann stóra. Tímabilið í fyrra var svolítið frábrugðið því sem maður er vanur sökum góðs árangurs í Evrópu. Það skilaði sér í dýrmætri reynslu sem við getum nýtt okkur. Við ætlum, fyrst og fremst fyrir okkur sjálfa, að sýna hvað í okkur býr."

Var mikilvægt að vinna Lengjubikarinn?

„Oft þegar það gengur illa á undirbúningstímabili þá er gert lítið úr því, svo öfugt þegar það gengur vel. Almennt viltu taka það skrið sem þú ert á með þér inn í mótið, mér finnst liðið vera á góðum stað, góð stemning og leikurinn á móti ÍA sýndi að við erum helvíti beittir."

Þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki
Fjórir leikmenn úr liði Breiðabliks á síðasta tímabili sömdu í vetur við félög erlendis. Tveir þeirra, Gísli Eyjólfsson og Anton Logi Lúðvíksson, sömdu við lið í efstu deildum Skandinavíu. Var Höskuldur að íhuga þann möguleika líka?

„Ég hef alltaf sagt undanfarin tímabil að ég tel mig alveg geta, og að einhverju leyti eiga, að spila á hærra 'niveau-i' úti og hef verið opinn fyrir því. Sömuleiðis hef ég alltaf sagt það að það yrði að vera eitthvað sem væri rökrétt. Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag. Hjá Breiðabliki hefur maður spilað þónokkra landsleiki og tekið þátt í riðlakeppni í Evrópu. Ráin hefur verið hækkuð."

Hvernig er að fá Aron Bjarnason í hópinn?

„Það er þvílíkur hvalreki, sem maður alveg vissi. Hann er klárlega einn besti sóknarmaðurinn í þessari deild. Þess fyrir utan vissi maður að við værum að fá frábæran gæja í klefann. Hann er líka með gott fordæmi þegar kemur að vinnuframlagi, það verða dominoáhrif af því til annarra leikmanna - hann ýtir við manni. Hann er mjög dýrmætur fyrir okkur," sagði Höskuldur.

Hann ræðir í viðtalinu sóknarmenn Breiðabliks og er sérstaklega spurður út í Benjamin Stokke.
Athugasemdir
banner