Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Dalvík/Reynir 40 stig
11. Fjarðabyggð 39 stig
12. KF 13 stig
Lokastaða í fyrra: D/R endaði í 8. sæti síðasta sumar en endaði á að fá einungis tvö stig af síðustu fimmtán mögulegum. Liðið var lengst af í 8. - 9. sæti en í 17. umferð var liðið komið upp í það 5. eftir flott gengi. Liðið náði í 19 stig á heimavelli og tíu stig á útivelli, endaði alls tíu stigum fyrir ofan næstneðsta sætið og 16 stigum frá 2. sætinu. Vörnin var þétt en skoruð mörk voru ekki mörg, 30 talsins, það næst lægsta í deildinni.
Þjálfarinn: Óskar Bragason tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð og náði mjög viðunandi árangri á síðustu leiktíð, liðinu var spáð 7. sætinu fyrir mót. Óskar er fluttur til Dalvíkur en hann var áður á Akureyri þar sem hann aðstoðaði Túfa hjá meistaraflokki KA.
Álit sérfræðings
Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Úlfur gefur álit sitt á Dalvík/Reyni.
„Baklandið er gott hjá Dalvík/Reyni og margir sem hafa viljan í að gera vel. Það er búið að gera helling fyrir völlinn m.a. nýtt gervigras í fyrra sem hjálpar klárlega við undirbúning á liðinu fyrir mót. Þeir halda sýnum sterkasta varnarmanni í Kelvin sem var traustur fyrir þá í fyrra. Þjálfarinn hefur gott orð á sér, er vel liðinn og mikils metinn. Jóhann Hreiðarsson er kominn honum til
aðstoðar en þeir saman ættu að mynda sterkt teymi í ár. Þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin, mikið af stolltum heimastrákum sem eru tilbúnir að ganga alla leið fyrir félagið. Þeir eru í góðu
standi, búið að vinna mikið í styrknum í ár þannig að Dalvík ætti að koma í hörkustandi inn í tímabilið."
„Sóknarleikurinn verður sennilega töluvert vandamál hjá Dalvík. Joan De Lorenzo sem verður ekki með þeim í ár var galdramaður með boltann og algjörlega potturinn og pannan í sóknarleiknum í fyrra. Sveinn Margeir og Jón Björgvin sem voru allt í öllu á miðjunni í fyrra eru líka farnir og því nánast nýtt hryggjarstykki í liðinu sem þarf tíma. Þeirra markahæsti maður í fyrra verður að vísu áfram en hann er miðjumaður og ef vel á að vera þurfa þeir að finna sér framherja. Það er vandséð hver á að bera uppi sóknarleikinn í ár og því mun væntanlega mikið mæða á Gunnlaugi Bjarnar sem hefur verið drjúgur fyrir þá á undibúningstímabilinu. Hópurinn er þunnur og má lítið útaf bregða. Ef þeirra bestu menn meiðast gætu þeir lent í töluverðum vandræðum."
Lykilleikmenn: Kelvin, Þröstur og Gunnlaugur Bjarnar
Gaman að fylgjast með: Þröstur Mikael fær stærra hlutverk í ár á miðjunni gríðarlega öflugur leikmaður sem vert verður að fylgjast með .Hjá þeim er ungur strákur fæddur 2003, Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, sem fór m.a. til Noregs á reynslu það verður fróðlegt að sjá hvort hann fá tækifæri og hversu stórt hlutverk hann fær hjá liðinu.
Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis:
„Spáin kemur mér ekki á óvart, við erum eins og flest landsbyggðarlið, algjörlega óskrifað blað. Töluverðar mannabreytingar hafa orðið á hópnum og það er lítið vitað um okkur, þar sem lítið er hægt að fylgjast með hvað við erum að gera fyrir flest liðin í deildinni."
„Mér líst vel á deildina, hún er klárlega sterkari en hún var í fyrra. Það komu sterk lið upp úr 3. Deildinni og liðin sem fellu úr Inkasso eru stór félög sem gera væntanlega allt til að komast aftur upp. Orkar markmið eru svo fyrst og fremst að gera betur en í fyrra."
Er leikmannahópurinn klár fyrir fyrsta leik?
„Við erum að skoða hvað er í stöðunni, en erum með stóran og flottan hóp eins og er."
Komnir:
Aron Ingi Rúnarsson Þór
Angantýr Máni Gautason KA (lán)
Áki Sölvason KA (lán)
Rúnar Freyr þórhallsson Huginn/Höttur
Gunnar Darri Bergvinsson KA
Halldór Jóhannesson KA
Sveinn Karlsson Magni
Ísak Andri Maronsson KA
Farnir:
Alberto Aragoneses Lablanca, Spánn
Alexander Ingi Gunnþórsson. Noregur
Elvar Óli Marinósson. KH
Joan De Lorenzo Jimenes. Spánn
Jón Björgvin Kristjánsson Kári
Sveinn Margeir Hauksson KA
Fyrstu þrír leikir Dalvíkur/Reynis:
20. júní Dalvík/Reynir - Þróttur V. (Dalvíkurvöllur)
27. júní Kórdrengir - Dalvík/Reynir (Framvöllur)
3. júlí ÍR - Dalvík/Reynir (Hertz völlurinn)
Athugasemdir