Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 07. júní 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Tottenham í viðræðum við Inter um Bastoni
Kostar 80 milljónir

Sky Sports greinir frá því að Tottenham sé komið í viðræður við Inter um kaup á miðverðinum Alessandro Bastoni.


Bastoni, sem er 23 ára gamall, varð Ítalíumeistari með Inter í fyrra og vann svo EM með ítalska landsliðinu yfir sumarið. Varnarmaðurinn öflugi var valinn í lið ársins í Serie A í fyrra og vann svo ítalska bikarinn með Inter í vor.

Antonio Conte og Fabio Paratici hjá Tottenham hafa miklar mætur á Bastoni en Conte þjálfaði hann hjá Inter þegar liðið vann deildina í fyrra.

Bastoni á tvö ár eftir af samningi sínum við Inter og ekki falur nema fyrir rétta upphæð. Sú upphæð er talin vera í kringum 80 milljónir evra.

Athugasemdir
banner
banner