Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd í sambandi við umboðsmenn Kim
Kim Min-jae.
Kim Min-jae.
Mynd: EPA
Kim Min-jae miðvörður Napoli er fyrsti kostur Manchester United í að styrkja varnarleik sinn. Riftunarákvæði í samningi Suður-kóreska landsliðsmannsins tekur gildi í júlí og United er í sambandi við umboðsmenn hans.

Guardian fjallar um málið og segir að Newcastle hafi einnig áhuga á þessum 26 ára stóra og stæðilega varnarmanni sem var lykilmaður í meistaraliði Napoli í ítölsku A-deildinni.

Sagt er að United sé að skoða franska markaðinn fyrir varakosti ef félagið nær ekki að landa Kim. Hann kom til Napoli fyrir ári síðan frá Fenerbahce.

Harry Maguire gæti yfirgefið United og sú vinna félagsins að fá Kim er vísbending um að hans framtíð sé ekki á Old Trafford.

United er einnig að vinna í því að styrkja miðsvæðið hjá sér og er í viðræðum við Chelsea um Mason Mount.
Athugasemdir
banner
banner
banner