Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert Elís til Eyja (Staðfest)
Mynd: Mummi Lú
ÍBV hefur fengið Róbert Elís Hlynsson á láni frá KR út komandi tímabil. Róbert Elis skrifaði undir hjá KR eftir tímabilið 2024, kom frá ÍR og hefur skorað níu mörk í 20 leikjum síðan. Fimm af þeim skoraði hann í þessum mánuði í Reykjavíkrumótinu þar sem hann er markahæsti leikmaður mótsins.

Róbert Elís er fæddur árið 2007 og er fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað sem fremsti maður hjá KR í síðustu leikjum.

Hann er nú á förum til Eyja og er fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær eftir að Aleksandar Linta tók við sem þjálfari.

Hann á að baki átján leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað tvö mörk.

„Róbert er miðjumaður sem getur einnig leikið framar á vellinum, en hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands frá U16 til U19. Knattspyrnuráðið fagnar því að Róbert hafi valið að spila með ÍBV á leiktíðinni en miklar vonir eru bundnar við þennan efnilega leikmann," segir m.a. í tilkynningu ÍBV.



Athugasemdir
banner