Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   lau 07. september 2024 19:30
Sölvi Haraldsson
Meistaradeild kvenna: Blikar töpuðu gegn Sporting
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik mætti portúgalska liðinu Sporting á Kópavogsvelli í dag í forkeppni Meistaradeildar kvenna. Portúgalarnir unnu Breiðablik 2-0 eftir tvö mörk frá Telmu Encarnação.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

Telma Encarnação braut ísinn snemma leiks eftir að Blikar töpuðu boltanum á hættulegum stað. Telma og Neto Cláudia spiluðu vel á milli sín áður en Telma Encarnação kláraði að lokum.

Þrátt fyrir nokkur fín færi hjá Breiðablik var staðan 1-0 fyrir Sporting í hálfleik og mjög mikilvægar 45 mínútur framundan.

Seinni hálfleikurinn fór afar rólega af stað en það dróg ekki til tíðinda fyrr en á 74. mínútu leiksins þegar að Telma Encarnação var aftur á ferðinni. Hún fór þá framhjá nöfnu sinni í marki Breiðabliks, Telmu Ívarsdóttur, og kláraði vel. 

Lokatölur 2-0 fyrir Sporting. Þetta var annar leikur Breiðabliks í forkeppninni en þær mættu FC Minsk í vikunni og unnu þann leik 6-1.

Breiðablik 0 - 2 Sporting

0-1 Telma Encarnação ('4 )

0-2 Telma Encarnação ('74 )


Athugasemdir
banner