
England mætir Frakklandi í 8 liða úrslitum á HM á laugardaginn kemur.
England vann öruggan sigur á Senegal í 16 liða úrslitum á meðan Frakkland lagði Pólland.
Liverpool mennirnir Ibrahima Konate og Trent Alexander-Arnold mætast á laugardaginn en þó ólíklegt að Trent komi við sögu þar sem hlutverk hans hefur verið lítið á mótinu til þessa.
Konate ræddi um leikinn á fréttamannafundi en hann talaði um mikinn ríg milli liðanna.
„Rígurinn hefur verið mjög lengi. Ég spilaði gegn u16 liði Englands og það var öðruvísi en aðrir leikir. Alexander-Arnold sendi mér skilaboð og sagði 'Sjáumst á laugardaginn félagi' því við erum mjög nánir," sagði Konate.
Athugasemdir