Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Endrick tók fram úr Neymar
Mynd: EPA
Brasilíski táningurinn Endrick er eitt mest spennandi nafn í fótboltaheminum í dag og af ástæðu, en hann afrekaði eitthvað sem Neymar tókst aldrei fyrir 18 ára aldur í nótt.

Endrick hefur samið við spænska félagið Real Madrid og mun hann opinberlega ganga í raðir félagsins næsta sumar þegar hann verður 18 ára gamall.

Á þessu tímabili hefur hann verið í lykilhlutverki hjá Palmeiras í brasilísku deildinni. Í nótt varð Palmeiras meistari eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro og auðvitað skoraði Endrick eina mark Palmeiras.

Hann hefur samtals skorað 11 mörk í deildinni á þessu ári og er nú í öðru sæti á lista yfir markahæstu leikmenn 17 ára og yngri í deildinni frá upphafi.

Þar tók hann fram úr Neymar á listanum, en aðeins einn skákar þeim báðum og það er Ronaldo sem raðaði inn mörkum með Cruzeiro frá 1993 til 1994.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner