Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
banner
   fim 07. desember 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
„McTominay hefur stökkbreyst í Gerrard“
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Joe Bernstein blaðamaður Daily Mail valdi Scott McTominay mann leiksins í 2-1 sigri Manchester United gegn Chelsea í gær. Skoski miðjumaðurinn fékk 9 í einkunn en hann skoraði bæði mörk United.

Hann segir að McTominay minni sig á eina helstu goðsögn Liverpool.

„Það vantar aldrei orkuna í Skotann, hann hefur skyndilega stökkbreyst í Steven Gerrard. Hann hættir ekki að hlaupa og braut sér sífellt leið inn í vítateig Chelsea," segir Bernstein.

„Hann var á réttum stað til að skora fyrsta mark United og Robert Sanchez markvörður Chelsea kom í veg fyrir fleiri. Annað markið kom með skalla og hann er núna markahæsti leikmaður United á tímabilinu."

Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Manchester United en gríðarlega neikvæð umræða hefur verið um liðið eftir tap gegn Newcastle um síðustu helgi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner