Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. janúar 2021 18:15
Aksentije Milisic
Bruce ekki sannfærður að það sé rétt ákvörðun að halda áfram með tímabilið
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle United, dregur það í efa að það sé rétt ákvörðun að halda áfram með tímabilið en fjöldi smitaðra af kóróna veirunni í Englandi fer ört fjölgandi.

Fyrr á tímabilinu þurfti að loka æfingasvæði Newcastle og Fulham vegna smits og nú hefur það sama gerst hjá Aston Villa þar sem það eru fjórtán smitaðir.

Þá segir Bruce að vægi og gildi FA bikarsins muni minnka mikið þar sem lið á borð við Aston Villa, þarf að senda unglingalið sitt til leiks gegn Liverpool í kvöld.

„Við vorum með tvo leikmenn sem voru mjög veikir og starfsfólk sem endaði næstum á spítala," sagði Bruce.

„Þetta hefur ekki verið auðvelt en við höldum áfram. Fjárhagslega séð er það rétt en kannski er það siðferðilega rangt."

„Við erum öll að þjást í þessu saman og við erum þau heppnu að bjóða fólki upp á þessa skemmtun sem knattspyrnar er. Það kemur samt sú stund þar sem við þurfum að taka ákvörðun, vonandi á næstu 2-3 vikum. Við viljum ekki sjá veiruna greinast hjá fleiri liðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner