Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   lau 08. janúar 2022 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe staðfestir að Wilson verði frá næstu átta vikurnar
Mynd: EPA
Newcastle tapaði óvænt í FA Bikarnum í dag gegn Cambridge United sem leikur í þriðju efstu deild.

Newcastle var með ansi sterkt byrjunarlið en Kieran Trippier spilaði meðal annars sinn fyrsta leik eftir komuna frá Atletico Madrid.

Callum Wilson meiddist á kálfa gegn Manchester United rétt fyrir áramót og að var óttast að hann yrði lengi frá.

Eddie Howe stjóri liðsins staðfesti eftir leikinn í dag að hann verður frá næstu átta vikurnar.
Athugasemdir
banner