Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Arteta kemur Martinelli til varnar: Vildi honum ekkert illt
Gabriel Martinelli og Conor Bradley í baráttunni
Gabriel Martinelli og Conor Bradley í baráttunni
Mynd: EPA
Mikel Arteta í leikslok
Mikel Arteta í leikslok
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur komið Gabriel Martinelli til varnar eftir atvikið sem átti sér stað í leik liðsins gegn Liverpool á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Arteta sagði leikinn vera kaflaskiptan en að hann væri ánægður með að landa að minnsta kosti stigi.

Arsenal var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en Liverpool með yfirráð í þeim síðari.

„Við vitum að það munar oft mjög litlu. Við fengum tvo mjög ólíka hálfleiki. Í fyrri hálfleik vorum við með yfirráð og sköpum stórar stöður með leikmenn í teignum en fundum ekki réttu sendinguna til að skora markið. Seinni hálfleikurinn var aðeins meira basl.“

„Þetta er leikur sem þarf töfra, eins og Szoboszlai sýndi á Anfield og vann leikinn fyrir þá. Það kom ekkert svon augnablik í dag, en ef þú getur ekki unnið leikinn þá máttu heldur ekki tapa honum.“

„Við fengum nokkur augnablik þar sem við vorum með stöðulegt forskot til þess að særa þá en þegar við komum okkur í þessar stöður vantaði gæðin til þess að finna leikmennina.“

„Við erum að koma undan mjög krefjandi dagskrá. Við erum í ótrúlega sterkri stöðu eftir þessa sex leiki sem við spiluðum í kringum jólin,“
sagði Arteta.

Hann ræddi þá atvikið undir lok leiks er Martinelli ýtti meiddum Conor Bradley á meðan hann beið eftir aðhlynningu. Allt sauð upp úr og fékk Martinelli að líta gula spjaldið. Bradley var síðar borinn af velli á sjúkrabörum, en Arteta segir Martinelli ekki hafa vitað að meiðslin væru af alvarlegum toga.

„Hann vissi örugglega að þetta hafi verið alvarlegt því þekkjandi Gabi þá held ég að þetta hafi ekki verið af ásettu ráði. Ég veit ekki hvað gerðist fyrir Conor, en vonandi er þetta ekkert alvarlegt. En augljóslega vildi Gabi ekki gera honum neitt illt,“ sagði Arteta og varði sinn mann.
Athugasemdir
banner
banner