Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Pétur Theódór með tvennu í opnunarleiknum
Pétur Theódór reimdi á sig markaskóna
Pétur Theódór reimdi á sig markaskóna
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Elliði 2 - 3 Kría
1-0 Natan Hjaltalín ('17 )
1-1 Pétur Theódór Árnason ('20 )
1-2 Halldór Kristján Baldursson ('25 )
2-2 Pétur Óskarsson ('51 )
2-3 Pétur Theódór Árnason ('56 )

Kría vann Elliða, 3-2, í fyrsta leik 4. deildar karla á Fylkisvellinum í gær.

Árbæingar tóku forystuna eftir aðeins 17 mínútur er Natan Hjaltalín skoraði en gestirnir voru fljótir að svara er Pétur Theódór Árnason jafnaði metin.

Pétur gekk í raðir Kríu frá Gróttu fyrir tímabilið og hafði þegar skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum.

Halldór Kristján Baldursson kom Kríu í forystu á 25. mínútu og fóru gestirnir því með forystu inn í hálfleikinn.

Pétur Óskarsson, sem hefur raðað inn mörkum fyrir Elliða síðustu ár, jafnaði metin á 51. mínútu áður en nafni hans, Pétur Theódór, tryggði Kríu sigurinn aðeins fimm mínútum síðar.

Góð byrjun hjá Seltirningum sem mæta Vængjum Júpiters í næstu umferð en Elliði spilar við Hafnir á Fylkisvellinum. Báðir leikirnir eru spilaðir næsta fimmtudag.

Elliði Gylfi Gestsson, Hrannar Hlíðdal Þorvaldsson, Jóhann Andri Kristjánsson (80'), Pétur Óskarsson, Theodór Gísli Sigurgeirsson (53'), Andri Már Hermannsson, Natan Hjaltalín, Þröstur Sæmundsson (80'), Emil Ásgeir Emilsson, Viktor Máni Róbertsson, Guðmundur Árni Jónsson
Varamenn Benedikt Elí Bachmann, Gunnar A. Scheving, Óðinn Arnarsson (80'), Sveinn Sölvi Petersen (80'), Jón Halldór Lovísuson, Nikulás Ingi Björnsson (53'), Davíð Arnar Sigvaldason (m)

Kría Bjarni Rögnvaldsson, Magnús Örn Helgason, Viktor Steinn Bonometti (70'), Halldór Kristján Baldursson, Tómas Helgi Snorrason, Ingi Hrafn Guðbrandsson (86'), Kolbeinn Ólafsson (86'), Arnar Þór Helgason, Pétur Theódór Árnason, Einar Þórðarson, Ólafur Stefán Ólafsson (70')
Varamenn Skarphéðinn Traustason (70), Hallgrímur Daðason, Páll Bjarni Bogason (86), Gústaf Sigurðsson (70), Atli Þór Jónsson (86), Markús Þórðarson, Vilhelm Bjarki Viðarsson
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kría 1 1 0 0 3 - 2 +1 3
2.    Álftanes 0 0 0 0 0 - 0 0 0
3.    Árborg 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    Hafnir 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    Hamar 0 0 0 0 0 - 0 0 0
6.    KÁ 0 0 0 0 0 - 0 0 0
7.    KFS 0 0 0 0 0 - 0 0 0
8.    KH 0 0 0 0 0 - 0 0 0
9.    Vængir Júpiters 0 0 0 0 0 - 0 0 0
10.    Elliði 1 0 0 1 2 - 3 -1 0
Athugasemdir
banner
banner