Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 18:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Keflavík vann ÍBV í Keflavík
Volesky setti tvö
Volesky setti tvö
Mynd: Keflavík
Keflavík 3 - 1 ÍBV
Mörk Keflavíkur: Christian Volesky x2 og Ari Steinn Guðmundsson.
Mark ÍBV: Tómas Bent Magnússon

Keflavík mætti í dag ÍBV í æfingaleik í Keflavík. Keflavík hefur ekki spilað leik í Pepsi Max-deildinni síðan 24. maí og næsti leikur liðsins er gegn HK á miðvikudag eftir viku.

Þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson og Ísak Óli Ólafsson fóru í landsliðsverkefnið til Mexíkó. Ísak Óli var svo áfram með A-landsliðinu í leikjunum gegn Færeyjum og Póllandi og því þurfti að fresta leik liðsins í sjöundu umferð deildarinnar.

ÍBV lék síðast á föstudag í Lengjudeildinni og á næst leik gegn Þór næsta mánudag svo svigrúm skapaðist til að spila æfingaleik.

Keflavík komst í 2-0 með mörkum frá Christian Volesky áður en varamaðurinn Tóms Bent minnkaði muninn fyrir gestina. Varamaðurinn Ari Steinn innsiglaði svo sigur Keflavíkur.

Byrjunarlið Keflavíkur: Sindri Kristinn, Sindri Þór, Magnús, Rúnar Þór, Ástbjörn, Oliver Torres, Ingimundur, Dagur Ingi, Davíð Snær, Christian og Kian.

Byrjunarlið ÍBV: Jón Kristinn, Felix, Eiður, Telmo, Eyþór Daði, Breki, Jón Jökull, Guðjón Pétur, Guðjón Ernir, Sito og Stefán Ingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner