Þeir Cole Palmer og Harry Kane fengu bestu færi Englands í leiknum gegn Íslandi í gær. Palmer fékk tvo sénsa og Kane einn. Fyrir utan þessi færi var fátt um fína drætti í sóknarleik íslenska liðsins, vörn íslenska liðsins var mögnuð og Hákon Rafn Valdimarsson í markinu traustur þar fyrir aftan.
Hákon gerði í raun einungis ein mistök í leiknum en þau komu ekki að sök. Hákon var pressaður og átti þá lélega sendingu sem rataði beint á Cole Palmer sem var inn á íslenska vítateignum. Palmer reyndi skot en Daníel Leó Grétarsson var vel á verði og náði að komast fyrir.
Hákon gerði í raun einungis ein mistök í leiknum en þau komu ekki að sök. Hákon var pressaður og átti þá lélega sendingu sem rataði beint á Cole Palmer sem var inn á íslenska vítateignum. Palmer reyndi skot en Daníel Leó Grétarsson var vel á verði og náði að komast fyrir.
Lestu um leikinn: England 0 - 1 Ísland
„Pressa sett á Hákon markvörð sem sparkaði boltanum beint á Palmer. Palmer tók skotið en Daníel Leó komst fyrir skotið og af honum fór boltinn afturfyrir. Vel gert hjá Daníel Leó," skrifaði Elvar Geir í textalýsingunni frá Wembley.
Þeir Hákon og Daníel tjáðu sig um atvikið í viðtölum við mbl.is eftir leikinn.
„Ég reyndi bara að gera mig eins stóran og ég gat. Þegar svona staða kemur upp reynir maður að hjálpa markmanninum eins mikið og maður getur og mér tókst það. Sem betur fer fór boltinn í mig," sagði Daníel Leó við mbl.is.
Hákon hafði þetta að segja: „þetta var ferlega léleg sending hjá mér, svona má ekki gerast. En sem betur fer var Daníel á réttum stað og bjargaði málunum. Þarna hafði ég heppnina með mér," sagði Hákon við mbl.is.
Athugasemdir