Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon gerði ein mistök en Daníel kom til bjargar - „Svona má ekki ger­ast"
Icelandair
Cole Palmer átti skotið.
Cole Palmer átti skotið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó var frábær í vörninni.
Daníel Leó var frábær í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Cole Palmer og Harry Kane fengu bestu færi Englands í leiknum gegn Íslandi í gær. Palmer fékk tvo sénsa og Kane einn. Fyrir utan þessi færi var fátt um fína drætti í sóknarleik íslenska liðsins, vörn íslenska liðsins var mögnuð og Hákon Rafn Valdimarsson í markinu traustur þar fyrir aftan.

Hákon gerði í raun einungis ein mistök í leiknum en þau komu ekki að sök. Hákon var pressaður og átti þá lélega sendingu sem rataði beint á Cole Palmer sem var inn á íslenska vítateignum. Palmer reyndi skot en Daníel Leó Grétarsson var vel á verði og náði að komast fyrir.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

„Pressa sett á Hákon markvörð sem sparkaði boltanum beint á Palmer. Palmer tók skotið en Daníel Leó komst fyrir skotið og af honum fór boltinn afturfyrir. Vel gert hjá Daníel Leó," skrifaði Elvar Geir í textalýsingunni frá Wembley.

Þeir Hákon og Daníel tjáðu sig um atvikið í viðtölum við mbl.is eftir leikinn.

„Ég reyndi bara að gera mig eins stór­an og ég gat. Þegar svona staða kem­ur upp reyn­ir maður að hjálpa mark­mann­in­um eins mikið og maður get­ur og mér tókst það. Sem bet­ur fer fór bolt­inn í mig," sagði Daníel Leó við mbl.is.

Hákon hafði þetta að segja: „þetta var fer­lega lé­leg send­ing hjá mér, svona má ekki ger­ast. En sem bet­ur fer var Daní­el á rétt­um stað og bjargaði mál­un­um. Þarna hafði ég heppn­ina með mér," sagði Hákon við mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner