Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fös 07. júní 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Hákon Rafn: Búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford
Icelandair
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson átti svo sannarlega frábæran leik í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann sigur gegn Englandi í vináttulandsleik á Wembley.

„Tilfinningin er bara mjög góð. Þetta var geggjaður leikur og eiginlega bara fullkomlega spilaður hjá okkur," sagði Hákon Rafn eftir leikinn.

„Ég vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að búast við. Við vorum með okkar leikplan og ætluðum að fara eftir því. Svo spiluðum við frábærlega og unnum þá."

Hákon sýndi það í kvöld fyrir öllum fótboltaheiminum hversu góður hann er. Hann átti teiginn á stærsta sviðinu af þeim öllum, í mekka fótboltans.

„Ég er mjög ánægður með leikinn minn. Það var ekki mikið af skotum. Fjórar fyrirgjafir eða eitthvað sem ég tek. Ég er ánægður með mig heilt yfir."

Hákon er á mála hjá Brentford á Englandi en fulltrúar liðsins fylgdust með honum í kvöld.

„Þetta er hérna á Englandi. Ég er búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford. Þeir eru mjög ánægðir með mig þar," sagði Hákon en vonandi verður hann aðalmarkvörður hjá enska félaginu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner