Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 07. júní 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Hákon Rafn: Búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford
Icelandair
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson átti svo sannarlega frábæran leik í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann sigur gegn Englandi í vináttulandsleik á Wembley.

„Tilfinningin er bara mjög góð. Þetta var geggjaður leikur og eiginlega bara fullkomlega spilaður hjá okkur," sagði Hákon Rafn eftir leikinn.

„Ég vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að búast við. Við vorum með okkar leikplan og ætluðum að fara eftir því. Svo spiluðum við frábærlega og unnum þá."

Hákon sýndi það í kvöld fyrir öllum fótboltaheiminum hversu góður hann er. Hann átti teiginn á stærsta sviðinu af þeim öllum, í mekka fótboltans.

„Ég er mjög ánægður með leikinn minn. Það var ekki mikið af skotum. Fjórar fyrirgjafir eða eitthvað sem ég tek. Ég er ánægður með mig heilt yfir."

Hákon er á mála hjá Brentford á Englandi en fulltrúar liðsins fylgdust með honum í kvöld.

„Þetta er hérna á Englandi. Ég er búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford. Þeir eru mjög ánægðir með mig þar," sagði Hákon en vonandi verður hann aðalmarkvörður hjá enska félaginu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner