Hákon Rafn Valdimarsson átti svo sannarlega frábæran leik í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann sigur gegn Englandi í vináttulandsleik á Wembley.
„Tilfinningin er bara mjög góð. Þetta var geggjaður leikur og eiginlega bara fullkomlega spilaður hjá okkur," sagði Hákon Rafn eftir leikinn.
„Ég vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að búast við. Við vorum með okkar leikplan og ætluðum að fara eftir því. Svo spiluðum við frábærlega og unnum þá."
Hákon sýndi það í kvöld fyrir öllum fótboltaheiminum hversu góður hann er. Hann átti teiginn á stærsta sviðinu af þeim öllum, í mekka fótboltans.
„Ég er mjög ánægður með leikinn minn. Það var ekki mikið af skotum. Fjórar fyrirgjafir eða eitthvað sem ég tek. Ég er ánægður með mig heilt yfir."
Hákon er á mála hjá Brentford á Englandi en fulltrúar liðsins fylgdust með honum í kvöld.
„Þetta er hérna á Englandi. Ég er búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford. Þeir eru mjög ánægðir með mig þar," sagði Hákon en vonandi verður hann aðalmarkvörður hjá enska félaginu á næstu leiktíð.
A clean sheet tonight ????
— Brentford FC (@BrentfordFC) June 7, 2024
Well in, Hákon ???????? pic.twitter.com/wqrpnBztmj
Athugasemdir