Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fös 07. júní 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Hákon Rafn: Búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford
Icelandair
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson átti svo sannarlega frábæran leik í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann sigur gegn Englandi í vináttulandsleik á Wembley.

„Tilfinningin er bara mjög góð. Þetta var geggjaður leikur og eiginlega bara fullkomlega spilaður hjá okkur," sagði Hákon Rafn eftir leikinn.

„Ég vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að búast við. Við vorum með okkar leikplan og ætluðum að fara eftir því. Svo spiluðum við frábærlega og unnum þá."

Hákon sýndi það í kvöld fyrir öllum fótboltaheiminum hversu góður hann er. Hann átti teiginn á stærsta sviðinu af þeim öllum, í mekka fótboltans.

„Ég er mjög ánægður með leikinn minn. Það var ekki mikið af skotum. Fjórar fyrirgjafir eða eitthvað sem ég tek. Ég er ánægður með mig heilt yfir."

Hákon er á mála hjá Brentford á Englandi en fulltrúar liðsins fylgdust með honum í kvöld.

„Þetta er hérna á Englandi. Ég er búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford. Þeir eru mjög ánægðir með mig þar," sagði Hákon en vonandi verður hann aðalmarkvörður hjá enska félaginu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner