Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fös 07. júní 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Hákon Rafn: Búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford
Icelandair
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Hákon Rafn að störfum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson átti svo sannarlega frábæran leik í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann sigur gegn Englandi í vináttulandsleik á Wembley.

„Tilfinningin er bara mjög góð. Þetta var geggjaður leikur og eiginlega bara fullkomlega spilaður hjá okkur," sagði Hákon Rafn eftir leikinn.

„Ég vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að búast við. Við vorum með okkar leikplan og ætluðum að fara eftir því. Svo spiluðum við frábærlega og unnum þá."

Hákon sýndi það í kvöld fyrir öllum fótboltaheiminum hversu góður hann er. Hann átti teiginn á stærsta sviðinu af þeim öllum, í mekka fótboltans.

„Ég er mjög ánægður með leikinn minn. Það var ekki mikið af skotum. Fjórar fyrirgjafir eða eitthvað sem ég tek. Ég er ánægður með mig heilt yfir."

Hákon er á mála hjá Brentford á Englandi en fulltrúar liðsins fylgdust með honum í kvöld.

„Þetta er hérna á Englandi. Ég er búinn að fá fullt af skilaboðum frá starfsfólki Brentford. Þeir eru mjög ánægðir með mig þar," sagði Hákon en vonandi verður hann aðalmarkvörður hjá enska félaginu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner