Daníel Leó Grétarsson átti hreint frábæran leik í hjarta varnar íslenska landsliðsins sem vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley.
Lestu um leikinn: England 0 - 1 Ísland
„Tilfinningin er frábær. Allt liðið spilaði vel saman og við áttum bara að skora fleiri mörk ef eitthvað er. Við æfðum vel og vorum vel skipulagðir. Gerðum virkilega vel."
Hann og Sverrir Ingi Ingason náðu einstaklega vel saman.
„Því fleiri mínútur sem við spilum saman því betur smellur þetta. Eins og eðlilegt er."
Þinn besti landsleikur?
„Já ég myndi segja það. Það er ekki oft sem maður spilar fyrir framan svona marga áhorfendur. Ég hef einu sinni komið áður á Wembley, þegar ég var hjá Blackpool. Þá var ég meiddur og gat ekki verið með. Þessi leikur var því ákveðin sárabót og geðveikt að fá sigurinn."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir