Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júlí 2020 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Preston nú þremur stigum frá umspili
Scott Sinclair skoraði.
Scott Sinclair skoraði.
Mynd: Getty Images
Sheffield Wed 1 - 3 Preston NE
1-0 Jacob Murphy ('58 )
1-1 Scott Sinclair ('78 )
1-2 Jayden Stockley ('87 )
1-3 Brad Potts ('90 )

Preston vann 1-3 útisigur gegn Sheffield Wednesday í lokaleik dagsins í Championship-deildinni á Englandi.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleiknum, en heimamenn í Wednesday komust yfir á 58. mínútu með marki frá Jacob Murphy.

Staðan var 1-0 alveg fram á 78. mínútu, en þá jafnaði Scott nokkur Sinclair fyrir Preston. Jayden Stockley kom svo Preston yfir í uppbótartíma og í uppbótartímanum skoraði Brad Potts þriðja markið. Frábærlega gert hjá Preston að klára þennan leik.

Þetta er mjög svo mikilvægur sigur fyrir Preston sem er í áttunda sæti, þremur stigum frá Cardiff í sjötta sæti. Liðið sem endar í sjötta sæti fer í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Wednesday er í 16. sæti.


Önnur úrslit:
Championship: WBA á toppinn - Boro úr fallsæti
Championship: Fyrrum leikmaður Vals byrjar á sigri með Bristol
Athugasemdir
banner
banner