WBA skellti sér aftur í toppsætið á ensku B-deildinni í dag með 2-0 sigri á Derby County í kvöld á meðan Middlesbrough vann mikilvægan sigur í fallbaráttunni.
WBA er í harðri baráttu í titilbaráttu við Leeds og var liðið einu stigi á eftir Leeds fyrir leikinn í kvöld.
Grady Diangana kom WBA yfir gegn Derby á 11. mínútu leiksins áður en Dara Oshea tvöfaldaði forystuna fimmtán mínútum fyrir leikslok.
Louie Sibley, leikmaður Derby, var sendur í sturtu undir lok leiksins. Lokatölur 2-0 fyrir WBA sem er nú í toppsætinu með 80 stig, tveimur meira en Leeds sem spilar við Stoke á morgun.
Middlesbrough vann þá Millwall 2-0 en Boro er að berjast við falldrauginn. Britt Assombalonga og Ashley Fletcher sáu til þess að Boro myndi vinna leikinn. Boro er með 47 stig í 18. sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Millwall 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Britt Assombalonga ('68 )
0-2 Ashley Fletcher ('87 , víti)
West Brom 2 - 0 Derby County
1-0 Grady Diangana ('11 )
2-0 Dara OShea ('76 )
Rautt spjald: Louie Sibley, Derby County ('90)
Athugasemdir