Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 08. júlí 2023 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Katrín og Agla María sáu um Keflvíkinga
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

Breiðablik 2 - 0 Keflavík
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('51 )
2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('62 )
Lestu um leikinn


Breiðablik er með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í bili að minnsta kosti eftir sigur á Keflavík á Kópavogsvelli í dag.

Blikar byrjuðu leikinn betur en besta færi Keflvíkinga í fyrri hálfleiks kom eftir rúmlega hálftíma leik þegar Caroline Van Slambrouck komst í gott færi en hitti boltann illa.

Blikar komust yfir snemma í síðari hálfleik þegar Katrín Ásbjörnsdóttir batt endahnútinn á góða sókn. Linli Tu hefði átt að jafna metin stuttu síðar en Telma í marki Blika varði frá henni úr góðu færi.

Katrín gerði svo út um leikinn með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu en hún lagði einnig upp fyrra markið.

Blikar eru með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar en Valskonur heimsækja Selfyssinga á morgun. Keflavík er 7. sæti með 12 stig eftir 12 leiki.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner