Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 08. júlí 2024 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við brotnum ekki, við komum enn og aftur til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var nokkuð sáttur með stigið eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

„Bara mjög sterkt (jafntefli), og sennilega bara sanngjörn úrslit. FH fá nokkur góð færi og við fáum líka nokkur góð færi í viðbót. Þannig að mjög sterkt stig hér á útivelli á móti bara mjög góðu FH liði. FH eru búnir að vera frábærir og mér finnst þeir spila mjög vel í þeim fótbolta sem þeir gera. Þeir eru góðir í því og að lenda undir hérna í Krikanum og koma til baka, það er mjög gott. Eftir að við jöfnum þá opnast leikurinn aðeins og þá eru það við sem fáum tvö góð færi. Þannig að þetta er sterkt stig á útivelli, mjög ánægður með strákana og bara andlegu hliðina líka. Við brotnum ekki, við komum enn og aftur til baka þannig það er frábært."

Markið sem FH skorar í fyrri hálfleik á að öllum líkindum ekki að vera löglegt. Þar sem Sigurður Bjartur er rangstæður og er í sjónlínu Steinþórs Más markmanns KA þegar það er skorað.

„Ég svo sem hef ekki séð það betur en mínir leikmenn segja að þetta sé ólöglegt, að hann sé fyrir Stubb (Steinþór) og að hann sé rangstæður. Auðvitað er það leiðinlegt, en ég ætla að fókusera frekar á það hvað það var flott að við hefðum komið til baka heldur en þetta. Þetta hefur bara því miður farið framhjá dómurunum."

Ásgeir Sigurgeirsson fær gult spjald rétt áður en KA skorar markið sitt. Það vildu einhverjir meina að hann hefði átt að fá rautt spjald þar en atvikið gerist langt frá boltanum og því fáir sem sáu þetta.

„Boltinn var nefnilega rétt hjá okkur á bekknum, þannig ég veit ekkert hvað gerðist. Þekkjandi Ásgeir þá finnst mér mjög ólíklegt að hann hafi gert eitthvað sem hefði átt að skapa rautt spjald þegar boltinn er langt í burtu. Það væri mjög ólíkt honum, en ég hef ekki séð þetta."

Birgir Baldvinsson og Sveinn Margeir Hauksson verða ekki með KA út tímabilið þar sem þeir fara í Háskóla í Bandaríkjunum seinna á tímabilinu. Leikmannamarkaðurinn fer hinsvegar að opna og Hallgrímur segir að þeir séu byrjaðir að skoða menn.

„Við erum alveg að skoða í kringum okkur, það er ekkert launungamál að við missum tvo mjög sterka leikmennn sem hafa spilað gríðarlega vel fyrir okkur og með mikla hlaupagetu. Sveinn Margeir var frábær í dag. Þannig jú við skoðum þetta en svo er hópurinn okkar líka að styrkjast, nú er Jakob orðinn klár. Hann var með brotinn hryggjalið í vor og Harley farinn að komast í gott stand líka. Þannig hópurinn er að styrkjast, en jú við munum kíkja í kringum okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir