Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
banner
   mán 08. júlí 2024 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við brotnum ekki, við komum enn og aftur til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var nokkuð sáttur með stigið eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

„Bara mjög sterkt (jafntefli), og sennilega bara sanngjörn úrslit. FH fá nokkur góð færi og við fáum líka nokkur góð færi í viðbót. Þannig að mjög sterkt stig hér á útivelli á móti bara mjög góðu FH liði. FH eru búnir að vera frábærir og mér finnst þeir spila mjög vel í þeim fótbolta sem þeir gera. Þeir eru góðir í því og að lenda undir hérna í Krikanum og koma til baka, það er mjög gott. Eftir að við jöfnum þá opnast leikurinn aðeins og þá eru það við sem fáum tvö góð færi. Þannig að þetta er sterkt stig á útivelli, mjög ánægður með strákana og bara andlegu hliðina líka. Við brotnum ekki, við komum enn og aftur til baka þannig það er frábært."

Markið sem FH skorar í fyrri hálfleik á að öllum líkindum ekki að vera löglegt. Þar sem Sigurður Bjartur er rangstæður og er í sjónlínu Steinþórs Más markmanns KA þegar það er skorað.

„Ég svo sem hef ekki séð það betur en mínir leikmenn segja að þetta sé ólöglegt, að hann sé fyrir Stubb (Steinþór) og að hann sé rangstæður. Auðvitað er það leiðinlegt, en ég ætla að fókusera frekar á það hvað það var flott að við hefðum komið til baka heldur en þetta. Þetta hefur bara því miður farið framhjá dómurunum."

Ásgeir Sigurgeirsson fær gult spjald rétt áður en KA skorar markið sitt. Það vildu einhverjir meina að hann hefði átt að fá rautt spjald þar en atvikið gerist langt frá boltanum og því fáir sem sáu þetta.

„Boltinn var nefnilega rétt hjá okkur á bekknum, þannig ég veit ekkert hvað gerðist. Þekkjandi Ásgeir þá finnst mér mjög ólíklegt að hann hafi gert eitthvað sem hefði átt að skapa rautt spjald þegar boltinn er langt í burtu. Það væri mjög ólíkt honum, en ég hef ekki séð þetta."

Birgir Baldvinsson og Sveinn Margeir Hauksson verða ekki með KA út tímabilið þar sem þeir fara í Háskóla í Bandaríkjunum seinna á tímabilinu. Leikmannamarkaðurinn fer hinsvegar að opna og Hallgrímur segir að þeir séu byrjaðir að skoða menn.

„Við erum alveg að skoða í kringum okkur, það er ekkert launungamál að við missum tvo mjög sterka leikmennn sem hafa spilað gríðarlega vel fyrir okkur og með mikla hlaupagetu. Sveinn Margeir var frábær í dag. Þannig jú við skoðum þetta en svo er hópurinn okkar líka að styrkjast, nú er Jakob orðinn klár. Hann var með brotinn hryggjalið í vor og Harley farinn að komast í gott stand líka. Þannig hópurinn er að styrkjast, en jú við munum kíkja í kringum okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner