Ég hef verið beðinn í nokkur skipti að skrifa um þessi meiðsli og hvernig ég höndla þetta svona vel og miðla af reynslu minni. Þannig ég lét bara að því verða. Ég ætla segja stuttlega frá sjálfum mér og sögu minni.
Ég heiti Magnús Pétur Bjarnason og er fæddur árið 1996. Ég er leikmaður Fjölnis í Pepsi deild karla. Ég er uppalinn Fjölnismaður og hef spilað upp alla yngri flokka með Fjölni. Þegar ég fór í 5.flokki þá byrjaði ég að spila upp fyrir mig eins og gengur og gerist og það hélt bara áfram upp alla yngri flokkana. Þegar ég er 16 ára (3.flokk) þá er ég byrjaður að æfa með meistaraflokk, spila með 2.flokki og 3.flokki þannig það voru engir dagar frí dagar. Ég stækkaði svolítið hratt á þessum tíma og fann fyrir óþægindum í líkamanum einsog ég væri bara búinn á því. Síðan í kjölfarið þá var ég valinn í undir 17 ára landsliðið og þá byrjaði maður að æfa enn þá meira við þá hvatningu að sjá að maður var að ná árangri.
Árið 2014 í október þá er ég að spila á undankeppni EM með undir 19 ára landsliðinu og finn það að ég meiðist eithvað í hnénu og eftir þá keppni þá tek ég mér pásu og fer í meðhöndlun að athuga þetta nánar. Þá kemur í ljós að ég er með bólgu í sinunum í hnénu og ég var í meðhöndlun í 3 mánuði og byrjaði svo að æfa. Ég finn að þetta skánar ekkert en held samt áfram að æfa og held alltaf að þetta fari bara. Síðan kemur að sumrinu 2015 þá fæ ég það tækifæri að spila fyrir BÍ á ísafirði og ég stekk á það. Ég fór þangað meiddur og spilaði ekki nema 5 leiki fyrri hluta sumars. Svo ætlaði ég bara að díla við þetta þegar sumarið væri búið því ég fann að þetta var búið að versna mikið.
Í Nóvember 2015 þá fer ég í stera sprautu og ég var mjög vongóður um að þetta væri bara búið. Ég náði að æfa verkjalaus frá desember til janúar svo var þetta komið aftur í sama farið. En mér finnst þetta svo gaman þannig ég læt mig bara hafa þetta og fer á lán sumarið 2016 í Ægi í Þorlákshöfn. Þar spilaði ég bara meiddur allt sumarið og var að drepast. Eftir það sumarið þá fer í aðgerð og vonast til að það klári þetta. Ég er 4 mánuði að koma mér af stað aftur og þegar ég byrja að æfa í lok febrúar er ég enn þá að drepast og ég næ að æfa í mánuð sirka 2 æfingar á viku. Þá gat ég þetta ekki lengur. Mér var farið að líða illa andlega og líkamlega. Þá hvíldi ég frá apríl til júlí og þá fór ég í mína aðra aðgerð á hnénu og er í fullri endurhæfingu núna og vonast til að geta byrjað aftur að æfa í nóvember.
Fram að fyrstu aðgerð
Það kom í ljós þá að þetta voru álagsmeiðsli í sinum í hnénu frá því að ég æfði mikið þegar ég var að stækka. Þegar maður er búinn að vera harka áfram meiddur þá missir maður sjálfkrafa metnaðinn því maður veit að það er enginn framtíð í að spila meiddur. Þannig þá byrjaði ég að sinna þessu illa og nennti ekki á æfingar að hugsa um sjálfan mig. Ég var nánast fullur allar helgar því manni fannst það gaman á þeim tíma og notaði það bara sem einvern hlut til að gleðja sig og gera eithvað skemmtilegt því manni leið svo illa alla hina dagana.
Eftir fyrstu aðgerðina
Ég byrjaði í 4 mánaða endurhæfingu og þá fékk maður metnað aftur því maður sá að maður gat virkilega gert eitthvað í þetta skiptið. Mér var farið að líða miklu betur andlega og líkamlega og þá sá maður að þetta væri loksins að klárast. Þegar ég byrjaði svo að æfa aftur og var enn þá að drepast þá missti maður alveg hausinn og var kominn aftur í sama farið. Leið ömurlega og var alltaf pirraður og allt var ómögulegt og ég nennti þessu ekki lengur.
Hjálpin sem ég þurfti
Ég vaknaði einn daginn og hugsaði bara "Fokk hvað mig langar ekki líða svona illa"
Minn versti dagur fram að þessu ferli var ekki í líkingu jafn slæmur og hver einasti dagur nánast 2 ár. Það sem hann kenndi mér var að jákvæðnin er það sem breytir öllu máli í svona. Ég byrjaði að reyna breyta öllu sem ég gat breytt og heilsan og andlega líðan fór eftir því. Ég varð mikklu glaðari og hafði miklu meiri lífsgleði í kjölfarið af þessari litlu breytingu.
Það sem virkaði fyrir mig
Svona meiðsli eru 50/50 líkamlegt og andlegt og maður þarf að höndla bæði. Það sem ég gerði var að vera jákvæðari og hugsa um það sem ég get bætt mig í frá degi til dags hvort sem það er sem persóna eða líkamlegt. Ég hætti að pirra mig á hlutum sem ég get ekki breytt eins og vitlausum ákvarðana tökum í sambandi við þessi meiðsli og allt sem tengist því af því það dró mann bara niður. Svo byrjaði ég að horfa fram á við og sjá þann dag fyrir mér sem ég get byrjað að spila aftur og það er það sem heldur mér gangandi. Ég byrjaði líka að trúa því að ef þú reynir að bæta þig á hverjum degi þá muntu uppskera eftir því.
4.Ágúst 2017
Núna eru næstum 3 ár frá því að ég meiddist og ég hef lært alveg endalaust mikið á þessum tíma. Mikið af þessari reynslu er neikvæð en ég reyni að nota hana sem mest á jákvæðan hátt til að bæta mig.
Ég mun koma enn þá sterkari til baka eftir þetta því ég reyni eins mikið og ég get að breyta þessum andlegu erfiðleikum mér í hag. Þetta er reynsla sem ég mun nýta mér á hverjum einasta degi sem eftir er af lífi mínu.
Þessi pistill er langt fyrir utan þægindarramman en vonandi getur þetta hjálpað einhverjum sem er í svipuðum sporum.
-Magnús Pétur Bjarnason
Athugasemdir