Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 08. ágúst 2021 19:45
Arnar Daði Arnarsson
Binni Hlö: Eigum við ekki að stefna á Evrópusæti?
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gerir þetta extra sætt að sigra Heimi loksins," sagði fyrirliði Leiknis, Brynjar Hlöðversson eftir 1-0 sigur liðsins á FH í Pepsi Max-deildinni. Brynjar þekkir vel þjálfara Val en hann lék undir stjórn Heimis hjá HB í Færeyjum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

„Valur er frábært lið með sterka einstaklinga en við náðum að halda þeim í skefjum mjög vel. Þetta var frábær varnarleikur hjá okkur og ég er þvílíkt stoltur af liðinu," sagði Brynjar.

„Við höfum trú á því að geta unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega hérna á heimavelli," sagði Brynjar en Leiknir hafði tvívegis tapað gegn Val í sumar.

Í vikunni sem leið seldi Leiknir, sóknarmanninn, Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sævar Atli hafði skorað 10 af 15 mörkum Leiknis í sumar. Brynjar viðurkennir að það hafi komið upp smá hræðslu hugsun í kjölfarið.

„Síðan pældi maður aðeins í karakternum í liðinu og hvað við erum með flotta menn og hvað Siggi er búinn að búa til góða stemningu í hópnum. Sú hugsun læddist inn en síðan hvarf hún."

Leiknir er komið með 21 stig þegar sex umferðir eru eftir.

„Það var einhver inn í klefa sem sagði að það væru sex stig í Evrópu. Eigum við ekki bara að stefna á það? Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann," sagði fyrirliði Leiknis að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir