Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
banner
   sun 08. ágúst 2021 19:45
Arnar Daði Arnarsson
Binni Hlö: Eigum við ekki að stefna á Evrópusæti?
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gerir þetta extra sætt að sigra Heimi loksins," sagði fyrirliði Leiknis, Brynjar Hlöðversson eftir 1-0 sigur liðsins á FH í Pepsi Max-deildinni. Brynjar þekkir vel þjálfara Val en hann lék undir stjórn Heimis hjá HB í Færeyjum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

„Valur er frábært lið með sterka einstaklinga en við náðum að halda þeim í skefjum mjög vel. Þetta var frábær varnarleikur hjá okkur og ég er þvílíkt stoltur af liðinu," sagði Brynjar.

„Við höfum trú á því að geta unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega hérna á heimavelli," sagði Brynjar en Leiknir hafði tvívegis tapað gegn Val í sumar.

Í vikunni sem leið seldi Leiknir, sóknarmanninn, Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sævar Atli hafði skorað 10 af 15 mörkum Leiknis í sumar. Brynjar viðurkennir að það hafi komið upp smá hræðslu hugsun í kjölfarið.

„Síðan pældi maður aðeins í karakternum í liðinu og hvað við erum með flotta menn og hvað Siggi er búinn að búa til góða stemningu í hópnum. Sú hugsun læddist inn en síðan hvarf hún."

Leiknir er komið með 21 stig þegar sex umferðir eru eftir.

„Það var einhver inn í klefa sem sagði að það væru sex stig í Evrópu. Eigum við ekki bara að stefna á það? Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann," sagði fyrirliði Leiknis að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner