„Það gerir þetta extra sætt að sigra Heimi loksins," sagði fyrirliði Leiknis, Brynjar Hlöðversson eftir 1-0 sigur liðsins á FH í Pepsi Max-deildinni. Brynjar þekkir vel þjálfara Val en hann lék undir stjórn Heimis hjá HB í Færeyjum.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Valur
„Valur er frábært lið með sterka einstaklinga en við náðum að halda þeim í skefjum mjög vel. Þetta var frábær varnarleikur hjá okkur og ég er þvílíkt stoltur af liðinu," sagði Brynjar.
„Við höfum trú á því að geta unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega hérna á heimavelli," sagði Brynjar en Leiknir hafði tvívegis tapað gegn Val í sumar.
Í vikunni sem leið seldi Leiknir, sóknarmanninn, Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sævar Atli hafði skorað 10 af 15 mörkum Leiknis í sumar. Brynjar viðurkennir að það hafi komið upp smá hræðslu hugsun í kjölfarið.
„Síðan pældi maður aðeins í karakternum í liðinu og hvað við erum með flotta menn og hvað Siggi er búinn að búa til góða stemningu í hópnum. Sú hugsun læddist inn en síðan hvarf hún."
Leiknir er komið með 21 stig þegar sex umferðir eru eftir.
„Það var einhver inn í klefa sem sagði að það væru sex stig í Evrópu. Eigum við ekki bara að stefna á það? Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann," sagði fyrirliði Leiknis að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir