Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   fös 08. ágúst 2025 00:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur og Breiðablik óska eftir frestun um helgina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur og Breiðablik hafa óskað eftir frestun á leikjum sínum sem eiga að fara fram á sunnudag. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest eftir að Kristján Óli Sigurðsson vakti athygli á tíðindunum með færslu á X.

Félögin sendu sameiginlegt skeyti á KSÍ og óskuðu eftir frestun. Víkingur á að spila gegn Stjörnunni á sunnudag og Breiðablik á leik gegn Val.

Víkingur og Breiðablik eru bæði í mjög góðri stöðu í Evrópueinvígum sínum eftir úrslit kvöldsins.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við bosnísku meistarana í Zrinjski Mostar á útivelli og Víkingur vann stórkostlegan 3-0 sigur á Bröndby í Víkinni. Breiðablik er í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni og Víkingur er i 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Seinni leikirnir í einvíginu fara fram næsta fimmtudag; Víkingar fara til Kaupmannahafnar og Breiðablik tekur á móti Zrinjski á Kópavogsvelli.

Ef Breiðablik slær út Zrinjski mætir liðið annað hvort Servette frá Sviss eða Utrecht frá Hollandi í einvígi um sæti í sjálfri Evrópudeildinni. Ef Víkingur slær út Bröndby mætir liðið franska liðinu Strasbourg í einvígi um sæti í Sambandsdeildinni.

Bröndby á deildarleik á móti Vejle á sunnudag en Zrinjski spilar ekki í deildinni heima fyrir fyrr en einhvern tímann eftir einvígið við Breiðablik.

Leikjaplanið eins og það lítur út núna
sunnudagur 10. ágúst
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)

fimmtudagur 14. ágúst
17:30 Breiðablik-Zrinjski (Kópavogsvöllur)
17:30 Bröndby IF-Víkingur R. (Bröndby Stadion)
Skýrslur kvöldsins:

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner