Þorlákur Árnason sagði upp störfum frá ÍBV í síðustu viku, en hann sagði að ástæðan væri sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði liðsins, hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri fótboltadeildarinnar.
Mikið var rætt um tíðindin í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag og segir Tómas Þór hugsanlegt að félagið valdi frekar að halda leikmanninum en þjálfaranum.
Mikið var rætt um tíðindin í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag og segir Tómas Þór hugsanlegt að félagið valdi frekar að halda leikmanninum en þjálfaranum.
„Þetta er eins íslenskt og það verður. Þetta myndi hvergi á byggðu bóli sjást nema á Íslandi. Þar sem að spilandi miðjumaður og fyrirliði liðsins er gerður að framkvæmdarstjóra og þar með settur yfir þjálfarann. Hvernig á hann þá að taka hann úr liðinu og að sjá um leikmannakaup? Þetta er óvinnandi staða sem Láki er settur í,“ sagði Tómas Þór Þórðarson og hélt áfram.
„Að því sögðu er þetta rosalegt 'statement' að standa upp og fara. Nú er Þorlákur Árnason atvinnulaus og það er ekkert starf í boði fyrir hann, nema kannski U21-landsliðið. Það er kannski ástæðan fyrir því að hann þorði að taka þessa ákvörðun.“
Baldur Sigurðsson var sérstakur álitsgjafi um málefnið og hann segir þetta vera hið áhugaverðasta mál.
„Ég held að við séum öll á þessu landi svolítið sammála Láka: Ef þú horfir á þetta klippt og skorið, þá gengur þetta ekkert upp. Þess vegna finnst manni skrítið að það hafi ekkert heyrt frá félaginu. Voru þeir einu aðilarnir sem hugsuði ekki að þetta gæti endað svona og vera tilbúnir með útskýringar.
Maður er svo spenntur að heyra hvernig þetta var hugsað og hvernig þetta var lagt upp. Eiga að vera einhver mál sem hann er utanskyldur meðan að hann er í þessu hlutverki sem leikmaður? Maður áttar sig ekki á því hvernig þetta átti að fara fram.“
Því næst tók Tómas Þór til máls á ný: „Það sem maður hugsar er að Alex er strákur sem þeir vilja halda. Hann fór þarna upphaflega því hann er einhvers konar sjávarútvegsfræðingur eða slíkt. Það eru svakalega góð og vel launuð störf í kringum sjávarútveginn í Eyjum.
Kannski langar hann að gera eitthvað annað og vinna með fótbolta. Þeir hjá ÍBV veðja kannski á það að það sé betra að halda leikmanninum frekar en þjálfaranum. Það er erfitt að halda mönnum á eyjunni. Það er mín fyrsta ágiskun á meðan maður hefur engar aðrar haldbærar skýringar.“
Athugasemdir




