Tottenham rannsakar hefur hafið rannsókn á myndum sem sýnir miðjumannsins Yves Bissouma neyta hlátursgas. Notkun á hláturgasi hefur verið bannað með lögum á Bretlandseyjum síðan 2023.
Bissouma var settur í eins leiks bann af félaginu eftir að myndir náðust af honum árið 2023 þar sem hann sást anda að sér hlátursgasi.„Við erum að skoða atburðina og það verður tekið á því sem innanhússmáli,“ sagði talsmaður Tottenham í samtali við BBC fyrr í dag.
Bissouma var settur í eins leiks bann af félaginu eftir að myndir náðust af honum árið 2023 þar sem hann sást anda að sér hlátursgasi.„Við erum að skoða atburðina og það verður tekið á því sem innanhússmáli,“ sagði talsmaður Tottenham í samtali við BBC fyrr í dag.
Samningur Bissouma rennur út í lok tímabilsins, en hann hefur ekki spilað síðan Thomas Frank var ráðinn stjóri liðsins. En hann hefur glímt við þrálát ökkla- og hnémeiðsli.
Mikið gengið á utan vallar
Bissouma var fyrir fjórum árum sakaður um aðild að kynferðisbrotamáli, en ekkert mál var höfðað gegn honum og hann var ekki dæmdur.
Í síðasta mánuði var maður ákærður fyrir að hafa svikið út um 138 milljónir af bankareikningi hans. Þá var Bissouma rændur í fríi með eiginkonu sinni í fyrra, þegar hettuklæddir menn réðust á hann, spreyjuðu táragasi í andlit hans og stálu úrinu hans.
Athugasemdir


