Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho einn sá líklegasti ef Dyche verður látinn fara
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Nýir eigendur Everton eru sagðir spenntir fyrir þeim möguleika að ráða Jose Mourinho.

Það er talkSPORT sem segir frá því að Mourinho sé einn líklegasti kosturinn ef Sean Dyche verður rekinn.

Mourinho er í dag stjóri Fenerbache í Tyrklandi en hann hefur talað um það að hann hafi áhuga á því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina við tækifæri.

Everton er að skoða stjóramál sín en það er heitt undir Sean Dyche um þessar mundir.

Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, sagðist nýverið búast fastlega við því að Friedkin fjölskyldan, nýir eigendur Everton, muni gera stjóraskipti.

Friedkin fjölskyldan þekkir Mourinho vel eftir að hafa ráðið hann til Roma á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner