Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 09. janúar 2026 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Felix Mathaus í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Njarðvík
Miðvörðurinn Felix Mathaus Lima Santos hefur gert samning við Njarðvík um að leika með liðinu út árið 2026. Felix hefur spilað æfingaleiki með Njarðvík á undirbúningstímabilinu og skoraði tvennu gegn FH og eitt gegn KR. Í fréttum úr þeim leikjum var hann titlaður sem Felix Hjaltason.

Hann spilaði síðast í Grikklandi, í næstefstu deild.

Hann er 35 ára gamall, er frá Grænhöfðaeyjum og er einnig með portúgalskt vegabréf. Hann er annar reynslumikli miðvörðurinn sem Lengjudeildarliðið hefur fengið í vetur því Eiður Aron Sigurbjörnsson samdi við félagið í nóvember.

Úr tilkynningu Njarðvíkur
Felix leikur í stöðu hafsents en getur einnig leikið stöðu djúps miðjumanns. Felix hefur leikið í Portúgal, Rúmeníu og Grikklandi á ferli sínum.

Tvisvar sinnum hefur Felix verið kallaður inn í landslið Grænhöfðaeyja (2017 og 2020), en í hvorugt skiptið kom hann inná.

Felix hefur verið að æfa með Njarðvíkurliðinu á reynslu síðustu vikur og staðið sig með mikilli prýði.
Skoraði hann m.a. eitt mark gegn KR og tvennu gegn FH í tveimur æfingaleikjum sem hann tók þátt í fyrir áramót með Njarðvíkurliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner