Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 13:30
Kári Snorrason
Mikill áhugi á Atla Þór - „Hef rætt við Framara og fleiri lið“
Atli kom við sögu í ellefu deildarleikjum með Víkingi á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark.
Atli kom við sögu í ellefu deildarleikjum með Víkingi á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli var keyptur til Víkings frá HK fyrir ári síðan. Fótbolti.net greindi frá því að upphæðin sem Víkingur greiddi fyrir leikmanninn hafi verið rúmlega tíu milljónir króna.
Atli var keyptur til Víkings frá HK fyrir ári síðan. Fótbolti.net greindi frá því að upphæðin sem Víkingur greiddi fyrir leikmanninn hafi verið rúmlega tíu milljónir króna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það þykir líklegt að framherjinn stæðilegi Atli Þór Jónasson fari á láni frá Víkingum fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Víkingur sótti Atla frá HK fyrir síðasta tímabil en hann náði ekki að festa sig í sessi í liði Íslandsmeistarana.

Atli kom við sögu í ellefu deildarleikjum síðasta sumar og skoraði í þeim eitt mark. Samkeppnin fram á við hjá Víkingum er mikil en félagið sótti nýverið Elías Má Ómarsson úr atvinnumennsku.

Ásamt Elíasi eru þeir Nikolaj Hansen, Valdimar Þór Ingimundarson, Daði Berg Jónsson, Þorri Ingólfsson, Helgi Guðjónsson og Gylfi Þór Sigurðsson allt leikmenn sem geta spilað fremstir, ásamt Atla Þór.

Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála Víkings um framtíð Atla.

„Það eru einhverjar líkur að hann fari á láni. Hann er auðvitað að jafna sig eftir aðgerð sem hann fór í og við skoðum þetta nánar þegar hann er full heilsu.“

Atli hefur verið sterklega orðaður við Fram en hann var jafnframt orðaður við ÍA fyrr í dag.

„Ég hef alveg rætt við Framara og fleiri lið. Það er auðvitað mikill áhugi á honum og hann er með gríðarlega hátt þak. Með tilkomu Elíasar þurfum við hugsanlega aðeins að minnka hópinn. Atli er engu að síður framtíðarleikmaður Víkings og hann veit af því,“ segir Kári að lokum.

Fram hefur verið að skoða framherjamálin en félagið komst að sameiginlegri niðurstöðu við Guðmund Magnússon að rifta samningi hans í upphafi árs.

Ef skiptin ganga í gegn bætist Atli við sóknarmannaflóru Framara. Þar eru fyrir þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Jakob Byström og Magnús Ingi Þórðarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner