Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Þór í dal draumanna?
Atli Þór Jónasson.
Atli Þór Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðsli settu strik í reikninginn á liðnu ári.
Meiðsli settu strik í reikninginn á liðnu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það þykir ólíklegt að Atli Þór Jónasson verði hluti af leikmannahópi Víkings þegar tímabilið í Bestu deildinni. Atli var keyptur til félagsins frá HK fyrir um ári síðan en náði ekki að stimpla sig inn í liðið á síðasta tímabili.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Fram mikinn áhuga á því að fá hann í sínar raðir og í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fullyrt að Atli væri farinn í Úlfarsárdal á láni frá Íslandsmeisturunum. Skiptin eru ekki gengin í gegn.

Breiddin hjá Víkingi er mikil fram á við og bættist enn við hana þegar Elías Már Ómarsson var sóttur fyrir jól. Víkingur var fyrir með þá Nikolaj Hansen, Valdimar Þór Ingimundarson, Daða Berg Jónsson, Þorra Ingólfsson, Helga Guðjónsson og Gylfa Þór Sigurðsson sem kost í fremstu stöðurnar, ásamt Atla Þór.

Atli Þór er 23 ára stór og stæðilegur framherji. Hann er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði. Hann kom við sögu í ellefu deildarleikjum í sumar og skoraði eitt mark.

Fram hefur verið að skoða framherjamálin. Ef skiptin ganga í gegn bætist Atli við sóknarmannaflóru Framara. Þar eru fyrir þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Jakob Byström, Magnús Ingi Þórðarson, Fred og Guðmundur Magnússon.
Athugasemdir
banner
banner