Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Vestri fær spænskan markvörð (Staðfest)
Mynd: Haukur Gunnarsson
Vestri hefur samið við spænska markvörðinn Diego Garcia fyrir Lengjudeildina í sumar.

Pólski markvörðurinn Robert Blakala varði mark Vestra í fyrra en hann verður ekki áfram hjá félaginu.

„Diego, sem er fæddur 1990 og er 191cm að hæð, kemur til okkar í byrjun mars og mun spila með okkur á næsta tímabili, en hann var síðast hjá UA Horta á Spáni. Við bjóðum Diego velkominn til Vestra!" segir á heimasíðu Vestra.

Diego er 31 árs gamall en hann hefur mest spilað í C og D-deildinni á Spáni á ferli sínum.

Á sínum tíma var hann varamarkvörður Almería í næstefstu deild en hann var einnig á bekknum hjá liðinu í einum leik í spænsku úrvalsdeildinni tímabilið 2010/2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner