Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fim 09. febrúar 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui: Vonast til að vera hérna lengi
Julen Lopetegui, stjóri Wolves.
Julen Lopetegui, stjóri Wolves.
Mynd: EPA
Julen Lopetegui segist vilja vera stjóri Wolves í langan tíma og er spenntur fyrir þeirri áskorun að halda liðinu í deild þeirra bestu. Síðan hann tók við Úlfunum hafa þeir lyft sér upp úr neðsta sætinu upp í það fimmtánda.

Liðið vann Liverpool um síðustu helgi og Lepetegui, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, vonast til að halda framþróuninni áfram. Á stjóraferli sínum hefur hann unnið Evrópudeildina með Sevilla ásamt því að stýra Porto og Real Madrid.

„Ég vonast eftir því að vera hérna lengi því þetta er frábær staður fyrir hvaða þjálfara sem er. Enska úrvalsdeildin er í mínum huga besta keppni heims. Ég kom hingað því Wolves vildi fá mig og þeir lögðu mikla vinnu í það," segir Lopetegui við BBC.

„Það beið mín erfið en spennandi áskorun. Líf þjálfarans er þannig að við byrjum klukkan 8 á morgnana og hættum 9 á kvöldin. Við borðum og sofum áður en næsti vinnudagur tekur við. Ég nýt starfsins og þetta er spennandi. Þetta er kannski erfiðara fyrir fjölskylduna og ég skil það. Ég er svo heppinn að eiga skilningsríka fjölskyldu."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner