Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   lau 09. mars 2024 14:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik fylgir Val í undanúrslitin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík 1 - 2 Breiðablik
1-0 Saorla Lorraine Miller ('66 )
1-1 Agla María Albertsdóttir ('69 , Mark úr víti)
1-2 Birta Georgsdóttir ('85 )


Breiðablik er með fullt hús stiga og er komið í undanúrslit Lengjubikarsins eftir sigur á Keflavík í dag.

Markalaust var í hálfleik en Saorla Lorraine Miller kom Keflavík yfir eftir rúmlega klukkutíma leik.

Keflvíkingar héldu forystunni ekki lengi en Blikar fengu vítaspyrnu stuttu síðar og Agla María Albertsdóttir skoraði úr henni.

Það var síðan Birta Georgsdóttir sem kom Blikum yfir undir lok leiksins og tryggði liðinu sigur.

Það er stórleikur í lokaumferðinni þar sem Breiðablik fær Val í heimsókn en liðin eru þegar komin áfram.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner