De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: FH jafnar toppliðin - Fram sigraði Víking
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Toggi Pop
Það fóru tveir leikir fram í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í dag þar sem FH og Fram unnu naumlega gegn Stjörnunni og Víkingi R.

FH 2 - 1 Stjarnan
0-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('31 )
1-1 Birna Kristín Björnsdóttir ('53 )
2-1 Maya Lauren Hansen ('60 )
Lestu um leikinn

Stjarnan leiddi í leikhlé í Hafnarfirði eftir mark frá Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur á 31. mínútu. Úlfa Dís skoraði eftir klaufagang í varnarleik FH þegar Örnu Eiriksdóttur fyrirliða mistókst að hreinsa boltann frá marki.

Arna var þar fyrir utan algjör klettur í hjarta varnarinnar hjá FH og var staðan 0-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, þar sem gestirnir úr Garðabæ fengu þó bestu færin.

Birna Kristín Björnsdóttir jafnaði fyrir FH snemma í síðari hálfleik með bylmingsskoti af 25 metra færi sem endaði í bláhorninu. Sjö mínútum síðar tóku heimakonur forystuna eftir hörkusókn þar sem Thelma Karen Pálmadóttir gerði mjög vel að leggja upp fyrir Maya Lauren Hansen.

Bæði lið héldu áfram að fá færi í síðari hálfleik en tókst ekki að skora svo lokatölur urðu 2-1.

FH tekst með þessum úrslitum að jafna Breiðablik og Þrótt R. á toppi deildarinnar, þar sem liðin þrjú eru enn taplaus og eiga 13 stig á haus eftir 5 fyrstu umferðirnar.

Stjarnan er um miðja deild með 6 stig.

Víkingur R. 1 - 2 Fram
0-1 Alda Ólafsdóttir ('35)
1-1 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('45)
1-2 Murielle Tiernan ('69)

Lestu um leikinn

Í Víkinni átti sér stað kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að stjórna ferðinni, en það var Alda Ólafsdóttir sem tók forystuna fyrir Fram á 38. mínútu - gegn gangi leiksins á þeirri stundu.

Fram vann boltann ofarlega á vellinum og hrökk hann til Öldu eftir misheppnaða skottilraun. Alda var fljót að átta sig á aðstæðum og skoraði örugglega úr góðu færi.

Víkingum tókst að jafna metin skömmu fyrir leikhlé með skallamarki frá Ísfold Marý Sigtryggsdóttur eftir fullkomna fyrirgjöf frá Gígju Valgerði Harðardóttur. Staðan var því 1-1 í leikhlé.

Víkingur stjórnaði áfram ferðinni á vellinum en Framarar vörðust vel og beittu hættulegum skyndisóknum. Bæði lið fengu góð færi til að skora áður en Murielle Tiernan tók forystuna fyrir Fram á ný.

Murielle slapp ein í gegn eftir góðan bolta frá Öldu og skoraði örugglega en þær tvær sýndu frábæra samvinnu í dag.

Víkingar sóttu stíft á lokakaflanum en tókst ekki að setja boltann í netið, svo lokatölur urðu 1-2 fyrir Fram.

Þetta þýðir að Fram jafnar Stjörnuna á stigum um miðja deild á meðan Víkingur situr eftir með 3 stig eftir 5 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner