Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal áfrýjar spjaldi Nketiah
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem sóknarmaðurinn Eddie Nketiah fékk í 1-1 jafnteflinu gegn Leicester síðastliðið mánudagskvöld.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Goal.com.

Chris Kavanagh, dómari, sýndi Nketiah gula spjaldið á 75. mínútu fyrir brot á Justin James. Kavanagh ákvað síðan að skoða atvikið aftur í sjónvarpsskjá eftir að hafa rætt við VAR teymið. Í kjölfarið breytti hann spjaldinu í rautt spjald.

„Síðastliðið árið hef ég aldrei séð dómara skoða myndir. Ég skil ekki reglurnar en ég breyti engu núna," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ósáttur.

Arteta fannst Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester, verðskulda rauða spjaldið fyrir að fara með skó sinn í andlit Shkodran Mustafi eftir að hafa fallið til jarðar.

Nketiah gæti misst af leikjum gegn Tottenham, Liverpool og gegn Manchester City í undanúrslitum bikarsins.

Enska knattspyrnusambandið mun taka ákvörðun í vikulok.

Athugasemdir
banner