Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 09. september 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Aftonbladet 
Guðrún í liði vikunnar - Ekki auðvelt að fylla skarð Glódísar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir, leikmaður Rosengård og íslenska landsliðsins, var valin í lið umferðarinnar í sænsku deildinni af Aftonbladet.

Í umsögn blaðsins segir: „Leikirnir við Hoffenheim (3-0 tap í fyrri leik og 3-3 í seinni leik) í Meistaradeildinni var ekki skemmtileg reynsla fyrir nýja leikmanninn frá Djurgården og lið Rosengård sem heild."

„Auðvitað er þetta ekki orðið fullkomið hjá Guðrúnu í nýju liði (eðlilega þar sem það er ekki auðveldast í heimi að fylla í það skarð sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir) en fallegur skalli og haldið hreinu. Svoleiðis frammistaða á heima í liði vikunnar."


Guðrún var fengin til Rosengård frá Djurgården í sumar eftir að Bayern Munchen fékk Glódísi frá Rosengård. Rosengård vann AIK í umferðinni, 3-0, og skoraði Guðrún annað mark liðsins.

Sjá einnig:
Landsliðsþjálfarinn um Glódísi og Guðrúnu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner