Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. nóvember 2020 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Monk látinn fara frá Sheffield Wednesday (Staðfest)
Garry Monk
Garry Monk
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Sheffield Wednesday hefur sagt skilið við enska knattspyrnustjórann Garry Monk en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Monk tók við Wednesday í september á síðasta ári eftir að Steve Bruce yfirgaf félagið og tók við Newcastle United.

Wednesday hafnaði í 16. sæti á fyrsta tímabili hans þar en byrjunin á þessari leiktíð er skelfing.

Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með 6 stig og þvi ákváðu stjórnarmenn félagsins að gera breytingar rétt fyrir landsleikjahlé en Monk var sagt upp störfum í kvöld.

Ekki er ljóst hver mun taka við keflinu en Paul Cook, fyrrum stjóri Wigan, er talinn líklegastur.
Athugasemdir
banner