Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   lau 09. desember 2023 16:58
Aksentije Milisic
England: Bournemouth niðurlægði Man Utd - Burnley náði í stig
Mynd: EPA
Burnley vann.
Burnley vann.
Mynd: Getty Images

Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en fyrr í dag komst Liverpool á toppinn eftir 1-2 sigur gegn Crystal Palace á Selhurst Park.


Á Old Trafford í Manchester áttust við Man Utd og Bournemouth en gestirnir komu mörgum á óvart og unnu öruggan sigur.

Dominic Solanke byrjaði veisluna fyrir gestina með marki af stuttu færi strax á fimmtu mínútu leiksins. United gekk illa að skapa sér færi í dag og voru varnarmenn Bournemouth öflugir í dag.

Gestirnir nýttu sín færi frábærlega en þeir skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleiknum. Philip Billing kom inná sem varamaður og tvöfaldaði hann forystuna áður en Marcos Senesi stangaði boltann inn eftir hornspyrnu.

Frábær sigur hjá Bournemouth sem er á góðu skriði en á sama tíma vandræðaleg úrslit fyrir Erik ten Hag og hans lærisveina.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði tæpan klukkutíma þegar Burnley sótti gott stig gegn Brighton og þá vann Sheffield United gífurlega mikilvægan sigur gegn Brentford.

Wolves og Nottingham Forest skildu þá jöfn 1-1. Alla markaskorarana má sjá hér fyrir neðan.

Brighton 1 - 1 Burnley
0-1 Wilson Odobert ('45 )
1-1 Simon Adingra ('77 )

Sheffield Utd 1 - 0 Brentford
1-0 James Mcatee ('45 )

Manchester Utd 0 - 3 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke ('5 )
0-2 Philip Billing ('68 )
0-3 Marcos Senesi ('73 )

Wolves 1 - 1 Nott. Forest
0-1 Harry Toffolo ('14 )
1-1 Matheus Cunha ('32 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 6 2 64 25 +39 63
2 Man City 27 19 5 3 62 27 +35 62
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 27 17 4 6 59 37 +22 55
5 Tottenham 26 15 5 6 55 39 +16 50
6 Man Utd 27 14 2 11 37 39 -2 44
7 West Ham 27 12 6 9 43 47 -4 42
8 Newcastle 27 12 4 11 57 45 +12 40
9 Brighton 27 10 9 8 49 44 +5 39
10 Wolves 27 11 5 11 40 43 -3 38
11 Chelsea 26 10 6 10 44 43 +1 36
12 Fulham 27 10 5 12 39 42 -3 35
13 Bournemouth 26 8 7 11 35 47 -12 31
14 Crystal Palace 27 7 7 13 32 47 -15 28
15 Brentford 27 7 5 15 39 50 -11 26
16 Everton 27 8 7 12 29 37 -8 25
17 Nott. Forest 27 6 6 15 34 49 -15 24
18 Luton 26 5 5 16 37 54 -17 20
19 Burnley 27 3 4 20 25 60 -35 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner