Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
banner
   lau 09. desember 2023 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Frankfurt niðurlægði Bayern
Bayern var í basli í dag
Bayern var í basli í dag
Mynd: EPA
Union Berlín vann góðan sigur á Gladbach
Union Berlín vann góðan sigur á Gladbach
Mynd: EPA
Stórlið Bayern München fékk skell í þýsku deildinni í dag er liðið heimsótti Eintracht Frankfurt. Heimamenn skoruðu fimm mörk á klukkutíma

Bayern var í alls konar vandræðum gegn Frankfurt. Omar Marmoush skoraði fyrsta markið eftir að Bayern tókst ekki að hreinsa fyrirgjöf frá. Eric Ebimbe bætti við öðru tuttugu mínútum síðar eftir góða sókn en enn verri varnarleik frá Bayern.

Dayot Upamecano var að eiga ömurlegan leik. Hugo Larsson lék á Upamecano áður en hann skoraði. Joshua Kimmich gerði flottasta mark leiksins er hann lét vaða fyrir utan teig og efst í hægra hornið undir lok fyrri hálfleiksins.

Gott mark og líflína fyrir Bayern en Ebimbe og Ansgar Knauff sáu til þess að gera algerlega út um vonir gestanna með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleiknum og lokatölur því 5-1 Frankfurt í vil.

Bayern er núna þremur stigum á eftir toppliði Leverkusen eftir þrettán leiki.

Úrslit og markaskorarar:

Union Berlin 3 - 1 Borussia M.
1-0 Kevin Volland ('23 , víti)
2-0 Benedict Hollerbach ('50 )
3-0 Mikkel Kaufmann ('75 )
3-1 Alassane Plea ('77 )

Eintracht Frankfurt 5 - 1 Bayern
1-0 Omar Marmoush ('12 )
2-0 Eric Ebimbe ('31 )
3-0 Hugo Larsson ('36 )
3-1 Joshua Kimmich ('44 )
4-1 Eric Ebimbe ('50 )
5-1 Ansgar Knauff ('60 )

Wolfsburg 0 - 1 Freiburg
0-1 Michael Gregoritsch ('74 )

Werder 2 - 0 Augsburg
1-0 Niklas Stark ('39 )
2-0 Marvin Ducksch ('65 )

Heidenheim 3 - 2 Darmstadt
1-0 Jan Schoppner ('42 )
1-1 Tim Skarke ('52 )
2-1 Lennard Maloney ('60 , sjálfsmark)
3-1 Patrick Mainka ('69 )
4-1 Patrick Mainka ('71 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner