Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   mán 09. desember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gæti farið ef Ange verður rekinn
Mynd: Getty Images
Cristian Romero, varnarmaður Tottenham Hotspur á Englandi, endurtísti áhugaverðri færslu á X í kvöld, en tók endurtístið skyndilega til baka nokkrum mínútum síðar.

SpursExpress á X birti viðtal við Romero um árangur Tottenham á tímabilinu.

Talið er að sæti Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, sé heitt og að hann þurfi að breyta um leikstíl.

Romero talaði þar um fyrst ætti að gagnrýna leikmenn áður en menn hjóla í þjálfarateymið.

„Hann er frábær þjálfari og við sáum það á fyrsta tímabili hans hér, en við höfum þurft að glíma við mikil meiðsli á þessari leiktíð. Fyrst og fremst eru það leikmenn sem verðskulda gagnrýni, en þegar við töpum tíu leikjum er kannski hugmynd að breyta þjálfarateyminu.“

„Við erum mjög ánægðir með þjálfarateymið, bæði ég og kollegar mínar. Við dýrkum vinnuframlag þeirra og fótboltann sem þeir reyna að spila,“
sagði Romero.

Einn notandinn á X skrifaði undir færslu SpursExpress að þarna væri Romero að gefa það í skyn að ef Ange verður látinn fara þá færi hann sömu leið og að þeir tvær væru þeir einu með metnað í Tottenham-liðinu.

Romero endurtísti þessar færslu en tók færsluna til baka skömmu síðar.

Varnarmaðurinn er einn sá mikilvægasti í liði Tottenham en hann meiddist í leik liðsins gegn Chelsea í gær og óvíst hvað hann verður lengi frá.


Athugasemdir
banner
banner
banner