Manchester City er að ganga frá kaupum á vinstri bakverðinum Christian McFarlane. Hann kemur til félagsins frá New York City FC í Bandaríkjunum.
McFarlane fæddist í Englandi en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var aðeins þriggja ára gamall.
McFarlane fæddist í Englandi en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var aðeins þriggja ára gamall.
Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLS-deildinni á síðasta ári og fór þá að vekja athygli frá stórum félögum í Evrópu.
McFarlane verður 18 ára síðar í mánuðinum og mun fyrst um sinn fara í unglingalið City.
Hann er annar ungi leikmaðurinn frá Bandaríkjunum sem City semur við á skömmum tíma. Fyrir stuttu krækti félagið í hinn 15 ára gamla Cavan Sullivan frá Philadelphia Union. Sá þykir mesta efni Bandaríkjanna í mikinn fjölda ára.
Athugasemdir