Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Starfið hjá De Zerbi í hættu eftir dramatíkina í gær
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, er undir mikilli pressu eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í gær.

Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að hann sé ekki á æfingasvæði félagsins til að undirbúa liðið fyrir leik gegn Paris FC í frönsku deildinni á laugardaginn en það eru viðræður í gangi um næstu skref.

Marseille tapaði gegn Club Brugge í gær en Benfica komst áfram á kostnað franska liðsins eftir að Anatoliy Trubin, markvörður Benfica, skoraði dýrmætt mark í blálokin í 4-2 sigri gegn Real Madrid.

De Zerbi tók við Marseille árið 2024 eftir tvö ár hjá Brighton. Liðið er í 3. sæti frönsku deildarinnar með 38 stig, sjö stigum á eftir toppliði PSG.

Hann hefur verið orðaður við Man Utd að undanförnu en hann var einnig orðaður við Chelsea áður en Liam Rosenior tók við.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner