Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   lau 10. janúar 2026 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Loksins að snúa aftur eftir hjartastopp
Mynd: EPA
Edoardo Bove er á leið til Watford í Championship deildina en Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Bove er 23 ára gamall ítalskur miðjumaður sem er leikmaður Roma. Hann var á láni hjá Fiorentina þegar hann hneig niður í leik í desember 2024.

Gangráður var græddur í hann í kjölfarið en ítalska sambandið bannar leikmönnum með gangráð að spila. Hann hefur því ekkert spilað eftir þetta atvik.

Það er hins vegar leyfilegt á Englandi og hann fær tækifæri á því að hefja ferilinn aftur með Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner